Jóný

Fólkið bakvið lista- & menningarfélagið: Kíktum á vinnustofuna hennar Jóný

Næsti listamaður sem Tígull kynnir er hún Jóný. Við kíktum á vinnustofu hennar.

Segðu okkur aðeins frá þér:
Jónína Björk Hjörleifsdóttir en flestir þekkja mig sem Jóný og halda að það sé það sem ég heiti. Ég er menntaður sjúkraliði en vinn við ræstingar í dag. Léttari vinna fyrir kroppinn. Ég er gift Bergi Guðnasyni stýrimanni á Breka og eigum við 5 börn. Esther sem er kennari,Ingvar sem er sjómaður, Þórir sem er að klára flugvirkjann og Inga Hanna í skóla lífsins eins og er. Einnig eignuðumst við dreng sem við misstum á meðgöngu. Ég á 3 ömmubörn þau Berg Óla, Kötlu Margréti og Þórhildi Helgu.

Ég er sátt við aðstöðuna í Hvíta húsinu og vorum við fljót að fylla hana. Í raun erum við með einn á kantinum sem vill rými fyrir vefstól og það finnst mér mjög spennandi auk þess sem hún málar. Held að segja megi að við séum strax búin að sprengja Hvíta húsið sem er náttúrulega bara jákvætt.
Ég er eiginlega búin að koma mér fyrir með trönurnar og sögina mína en mig vantar nokkra klst í sólarhringinn þar sem ég er líka með vinnustofu á Vestmannabrautinni. Þar erum við tvær að bardúsa sitthvað skemmtilegt. Þura sambýlingur minn þar vinnur með silfur skart og það er eitthvað sem eyjamenn verða bara að kíkja á. Sjálf er ég í mosaikinu og er mjög spennt í því.

Hvað er framundan?
Nú erum við að koma starfseminni í gang og ætlum að ráðast í sýningu í nóvember á nótt safnanna þar sem við minnumst listakonu sem var virt sem mikil listakona. Sýningin mun bera nafnið: Í anda Júlíönnu Sveinsdóttur. Fólk ræður hvað það tekur út sem virkni á þessa sýningu enda margt og mikið sem hún hefur afrekað. Vefnaður, mosaik, myndlist af ýmsu tagi svo þetta gefur talsverða möguleika. Við verðum ekki mjög mörg í þessari sýningu þar sem við fengum húsnæðið nú nýlega og ekki treysta sér allir með svona stuttum fyrirvara.

Þegar kemur að fyrirmyndum í myndlistinni er alveg óhætt að segja að ég á mér nokkra uppáhalds; Steinunn Einarsdóttir hefur kennt mér mjög mikið og kannski mest með því að samþykkja ekki allt sem mér dettur í hug. Laga, breyta og bæta. Konan er náttúrulega algjör dásemd og ég tel að hún sé ein af okkar öflugustu listakonum sem við höfum haft. Finnst hún eiga skilið að vera metin fyrir allt sem hún hefur gert fyrir menninguna hér í Eyjum.
Önnur af mínum uppáhalds er Sigurdís Harpa og ég elska myndirnar hennar. Fíllinn og andlitsfríðu dömurnar hennar eru dásamlegar. Edda Heiðrún á dásamlegar myndir og hún kennir mér og mörgum að það á aldrei að gefast upp, love her. Bergur Thorberg fyrir að þora að vera öðruvísi. Bjarni Ólafur og Gíslína mögnuð hvor á sinn hátt. Svo Viðar, elska húsamyndirnar hans. Loisa Matt mögnuð, litirnir hennar. Þorgrímur Andri ómenntaður en magnaður listamaður, þarf ég ekki að fara að hætta? Svo þau sem eru að mála í Hvíta húsinu þið verðið bara að sjá.

Hver er þinn helsti innblástur?
Þegar stórt er spurt er lítið um svör. Allt og ekkert. Er kannski bara á rúntinum og fæ þörf til að hendast í skúrinn minn. Eða að mig dreymir liti og sköpun, þá er voðinn vís.
Oft eru það myndir, falleg orð, næstum allt og ekkert. Er með litla bók í töskunni minni og þegar mér dettur eitthvað í hug þá punkta ég það niður svo er spurning hvað verður úr.

Þegar ég mála er ég yfirleitt með olíu. Ég hef líka mjög gaman að kol og krít. Hef lítillega fiktað með vatnsliti og svo er mosaik ofarlega á listanum núna þar sem ég er að vinna að einkasýningu á Reykjavíkursvæðinu. Verð á Kaffi Mílanó í mars.

Ég hef tekið þátt í nokkrum samsýningum, ætli þær séu ekki 15-20 með sýningum uppi á landi. Við Konný vorum líka með samsýningu hér í Eyjum fyrir nokkrum árum og það fannst mér mjög gaman þar sem við náum mjög vel saman. Ég hef verið með eina einkasýningu og var hún í Einarsstofu. Mjög skemmtilegt og talsvert stressandi og fékk ég mjög flottar móttökur.
Síðasta sýning sem ég tók þátt í var á goslokunum og árið endar með samsýningu í Einarsstofu. Í anda Júlíönnu Sveinsdóttur.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Þegar ég byrjaði að mála hjá Steinu fyrir ansi mörgum árum var ég talsvert að mála mosaik bakgrunn. Á alveg von á því að fara í það aftur þegar trönurnar fara að virkjast. Ég er hrifin af jarðlitum og einnig undanfarið toga sterkir litir í mig.

Glerið er líka áskorun þar sem ekki er auðvelt að þurfa að skera hvern bút fyrir sig í myndina. Gæti sjálfsagt unnið það auðveldara veg en kýs erfiðu leiðina að skera eftir auganu. Er með sérstakan stíl í því og hef gaman af því að fólk er farið að þekkja myndirnar mínar, þekkja stílinn minn.

Ég sé fram á að starfsemin eigi eftir að ganga vel enda með fullt af snillingum þarna inni. Ekki má gleyma að Jóhanna Lilja og Konný stóðu sig frábærlega í þessu verkefni að koma Hvíta húsinu á laggirnar. Þökkum bænum, Palla og Þekkingarsetrinu, einnig Visku fyrir þetta líka. Palli er algjör snillingur og með hjartað á réttum stað.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search