Þriðjudagur 16. apríl 2024
Berglind Sigmars

Fólkið bak við Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja

Undanfarna mánuði hefur Lista– og menningarfélag Vestmannaeyja unnið hörðum höndum að því að skapa vettvang fyrir listafólk í Vestmannaeyjum þar sem hægt er að starfa að list sinni. Í Hvíta húsinu eru nú starfræktar vinnustofur og vinnurými fyrir fólk úr ólíkum áttum sem vill vera hluti af skapandi og lifandi samfélagi, vinna að listsköpun sinni og leggja sitt af mörkum við að auðga menningarlíf Vestmannaeyjabæjar. Meðlimir Lista– og menningarfélagsins eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir; ljósmyndarar, menntaðir, áhugamenn, málarar, hönnuðir, handverksfólk og svo mætti lengi telja. En allir með brennandi áhuga á list og menningu og hafa metnað í að láta félagið vaxa þannig að það skipi mikilvægan sess í menningarlífi Vestmannaeyja í framtíðinni. Tígull ætlar að kynna fólkið sem er starfandi í Lista- og menningarfélaginu. Við kíktum á vinnustofu Berglindar Sigmarsdóttur.

Á vinnustofu Berglindar.

Segðu okkur aðeins frá þér: Ég rek veitingastaðinn GOTT, Pítsugerðina og GOTT Reykjavík ásamt manninum sínum Sigga Gísla og öðru góðu fólki.  Ég á fjögur börn, Sigmar Snæ 19 ára, Clöru 17 ára, Anton 11 ára og Matta 9 ára. Elsku frændi minn Elvar 11 ára býr hjá okkur og svo eigum við fjölskyldan hundinn Ísold.  Er formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja, sit í knattspyrnuráði kvenna og er núna meðlimur í Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.

Hvenær byrjaðir þú að mála?Ég hef alltaf verið að mála og föndra eitthvað af og til en byrjaði svona fyrir alvöru um síðustu áramót eftir að ég setti mér áramótaheit að eiga einhvern tíma með sjálfri mér og gefa mér tækifæri til þess að leika mér aðeins og stíga útúr þessu daglega amstri. 

Hvernig líst þér á aðstöðuna í Hvíta húsinu? Hún er mjög fín, gott að hafa aðstöðu fyrir dótið og hafa tækifæri til að sjá hvað aðrir eru að gera, ná smá kaffispjalli og fá innblástur frá öðrum.

Hvernig er starfsemin? Fólk kemur bara þegar það hefur tíma og sinnir sinni list, það eru svo ákveðnir kaffitímar og svona svo fólk getur náð spjalli. Það er gott að fá ráð og fylgjast með verkefnum annara. Hópurinn stefnir svo á að vera með nokkrar samsýningar yfir árið með ákveðið þema hverju sinni. Það er heiður að fá að vera hluti af þessum hópi. Margir að gera spennandi hluti.

Hver er þinn helsti innblástur? Ég hugsa mínar myndir fyrst og fremst útfrá litum og þá getur það verið innblástur að skoða tísku bæði í fötum og húsbúnaði, hvaða liti ég vel að setja saman. Ég er mikil litasprengja, lífið er bara svo fjölbreytt og skemmtilegt og ég vil hafa það í öllum litum, bara spurning hverjir parast saman hverju sinni. Nota ekki svart eða grátt nema til að fá jafnvægi á hina litina. Ég mála með acryl á striga. 

Áttu fyrirmynd í myndlistinni? Kannski ekki beint, Gunnella er með litaglaðar og barnslegar myndir sem mér finnst æðislegar, ég á tvær myndir eftir Odee sem er íslenskur samrunalistamaður, hann vinnur líka mikið með liti og svona teiknimynda “look”. Sara Vilbergs er í uppáhaldi og Gíslína okkar er líka frábær, ég á tvær myndir eftir hana og alveg til í fleiri. Svo eru nokkrir erlendir sem maður skoðar vel á Instagram.

Þú varst með sýningu á Gott í sumar, ágóðinn fór í gott og þarft málefni, ertu til í að segja okkur frá því? Já ég var búin að mála nokkuð af myndum yfir veturinn og vildi reyna láta gott af mér leiða og setti upp þessa sýningu – Eyjarnar í mínum litum- til þess að vekja fólk til umhugsunar um plastið sem við látum frá okkur, sem safnast upp í náttúrunni og seldi myndirnar til styrktar 4ocean sem eru samtök sem hreinsa plast og drasl úr sjónum.

Hvað er framundan hjá þér í listinni? Ég er aðeins að vinna nýtt sem ég er svona að þróa með hinum myndunum sem ég hef verið að gera.

Hvernig myndir lýsa stílnum þínum? Barnslega litaglöð, sem ég kem þó reglu á með mikið af kassalaga formum. 

Stefnt er á sýningu tengda Júlíönu Sveins á Safnahelginni, ætlar þú að taka þátt í henni? Ég veit ekki hvort ég næ því, langar það en er svolítið að renna út á tíma. Sjáum til. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search