Flutti óvænt til eyja eftir stuttan tölvufund

Daníel Viðar Guðmundsson er  ný tekinn við sem verslunarstjóri Krónunnar í Eyjum. Við fengum hann í létt spjall í Tígul:

Aldur: 26

Menntun: Stúdentspróf

Fjölskylda: Ógiftur og barnlaus (svo ég viti til)

Hvernig kom það til að þú fluttir til Eyja?

Flutningurinn til Eyja var sannarlega óvæntur, en það var ekki nema stuttur tölvufundur þar sem yfirmaðurinn minn tilkynnir mér að Óli er að hætta og staðgengil þarfnast sem allra fyrst. Þá hafði ég rekið Krónuna í Þorlákshöfn í um hálft ár. Ég stökk spenntur á það tækifæri!

Áttu einhverja tengingu til Eyja?

Nei, ég á enga tengingu til Eyja, nema bara nokkrar heimsóknir á ævinni þar sem ótrúlega náttúrufegurð Vestmannaeyja hefur setið eftir í minningunum.

Hvernig líst þér á að búa í Eyjum svona það sem af er komið?

Ég hef plummað mig ótrúlega vel í Eyjum. Ég er Vestfirðingur og hef búið í Súgandafirði bróðurhluta ævinnar og þekki því vel að veður og vindar liti samfélagið á mikilfenglegan hátt – það má koma því þannig að orði að hlýji andinn sem liggur yfir eyjunni er keimlíkur þeim sem ég kynntist heima fyrir vestan.

Varstu að sjá um Krónuverslun á höfuðborgarsvæðinu? Ef já, finnst þér einhver munur á að sjá um verslun í Eyjum og þar?

Fyrsta Krónuverslunin sem ég rak var í Árbænum í Reykjavík, svo Þorlákshöfn, svo Eyjar. Það er fyrst og fremst tvennt sem einkennir verslanir á landsbyggðinni frá þeim á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er það fólkið – Viðskiptavinir verslana á landsbyggðinni eru mun meira mótandi en í bænum. Hér er ekki auðvelt að skjótast og sækja t.d. sérvöru, eins og er á höfuðborgarsvæðinu og þ.a.l. vill maður geta veitt þá þjónustu sem óskað er eftir og mótar það að mjög miklu leiti úrval og upplifun verslunarinnar. Svo má ekki gleyma að minnast á hve sterkar tengingar og vinasambönd maður myndar – verslunarrekstur í bænum er ekki eins persónulegur.

Hins vegar er það fjarlægðin frá öðrum verslunum Krónunnar. Í bænum er leikandi gert að „græja“ það sem vantar, þar af sérstaklega þar sem maður getur sótt í það í öðrum verslunum. T.d. ef vanta skyldi rjóma, þá gæti ég sent línu á einhverja stærri verslunina og sótt þangað það sem vantar til að brúa bilið fram að næstu vöruafhendingu. Hér (og víða á landsbyggðinni) er það ekki möguleiki og þarf maður að vanda pantanir sérstaklega vel.

Hver eru þín helstu áhugamál?

Mín helstu áhugamál eru annars vegar flest er kemur að túrisma á Íslandi, enda er ég vanur leiðsögumaður. Hins vegar eru það bílar og allt sem þeim tengist, enda áður bílasali fyrir minn tíma í Krónunni.

Eitthvað að lokum?

Að lokum þá hvet ég viðskiptavini Krónunnar að vera dugleg að benda á það sem betur má fara til þess að þjónustan í versluninni samræmist þörfum ykkar eins vel og mögulegt er – og ekki hika við að koma og segja „hæ“, þið eruð alltaf hjartanlega velkomin!

Ólafur Jóhannesson afhendir Daníel Viðari Guðmundssyni lyklana að Krónunni.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search