Stjórnun er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að þjónustað fyrirtæki á sviði bókhalds, launavinnslu og rekstrarráðgjafar. Jóhann Pétur hefur rekið Stjórnun síðan 1995.
Jóhann Pétur flutti frá Eyjum í gosinu en hefur nú snúið aftur til baka og býður upp á flotta þjónustu. Tígull heyrði aðeins í Jóhanni Pétri, rifjum upp hver maðurinn er.
Jóhann Pétur Sturluson er fæddur, og uppalinn í Eyjum fram að gosi en þá var hann 14 ára gamall. Hús fjölskyldunnar var við Suðurveg 12 og er enn undir ösku og er það stór ástæða þess að fjölskyldan flutti ekki aftur eftir gos.
Jóhann Pétur flutti aftur til Eyja fyrir tæpu ári síðan en Eyjarnar hafa alltaf togað í hann.
Hann lék fótbolta með ÍBV og varð íslandsmeistari í 5. flokki til að mynda.
Faðir Jóhanns var Sturla Þorgeirsson, oft kenndur við timbursöluna, þar sem hann var verslunarstjóri. Faðir hans Þorgeir Frímannsson, einn af stofnendum Týs, rak verslunina Fell við Heimagötu.
Móðir Jóhanns er Guðbjörg Pálsdóttir, dóttir Palla krata sem var þingmaður Eyjamanna og rak veiðafæraverslun Páls Þorbjörnssonar í húsinu þar sem Kráin er í dag.
Jóhann Pétur rekur í dag Stjórnun ehf auk þess er hann með í rekstri Norðurkletta ehf. sem starfar í byggingageiranum, til dæmis er félagið í dag að flytja inn einingarhús frá Eistlandi.
Stjórnun ehf. hóf rekstur árið 1995 og var stofnað af Jóhanni Pétri, sem í dag er framkvæmdastjóri félagsins. Stjórnun ehf. hefur frá upphafi rekstrar aðallega þjónustað fyrirtæki á sviði rekstrarráðgjafar, bókhalds og launavinnslu. Rekstrarráðgjöf Stjórnunar ehf. byggir í grunninn á aðferðafræði „breytingastjórnunar“ og er rekstrargreining mikilvægur þáttur í slíkri vinnu. Í dag hefur firmasala bæst í hóp þjónustuþátta og tekur Stjórnun ehf. að sér ýmsa aðstoð við sölu fyrirtækja.
Jóhann Pétur er með MSc gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á „stjórnun og stefnumótun“. Meistararitgerð Jóhanns var um „breytingastjórnun“. Einnig er Jóhann með BSc gráðu í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands. Fyrir stofnun Stjórnunar ehf. hafði Jóhann öðlast víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri tveggja bygginga-félaga.
Einkunnarorð Stjórnunar ehf. er að „þjónusta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum með það að markmiði að veita úrvals þjónustu á samkeppnishæfu verði“
Félagið leggur áherslu á að veita persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Auðvelt er að ná sambandi við stjórnendur félagsins og komi upp staða hjá viðskiptavinum sem krefst snarpra viðbragða er unnið með stjórnendum viðskiptavinar með lausnamiðun og sameiginlegu átaki.
Ef fyrirtækið þitt vantar aðstoð með rekstarráðgjöf, bókhald, eða launavinnslu þá er um að gera að hafa samband við Jóhann. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið johann@stjornun.is eða hringja í síma 868-5555