Flutningsmöguleikar á bóluefni til Vestmannaeyja eru takmarkaðar – Davíð svara af hverju

Tígli barst ábending um flutningsmöguleikar á bóluefni til Vestmannaeyja væru takmarkaðar og valda því að bólusetningar hér væru viku á eftir öðrum starfsstöðvum HSU

Tígull sendi fyrirspurn á Davíð Egilsson yfirlækni HSU Vestmannaeyjum.

Getur þú útskýrt hvað átt er við með þessu? Nú þegar bæði er flug og Herjólfur gengur margar ferðir á dag til Eyja!! 

Davið segir að þetta hefur mest með flutningsfræðin að gera.

Það er mjög stífar reglur varðandi flutning og kælikeðjuna og hverjum má afhenda bóluefnið og hvernig. Skipstjórar á Herjólfi mega til dæmis ekki taka við því.

Vandamál ef efnið er komið úr frysti og Herjólfur fer síðan ekki. Við notum því fyrst og fremst flugsamgöngur, og þær eru eins og þær eru.

Þetta er því aðeins eftir á hjá okkur, og ef við erum að dragast eitthvað meira aftur úr en verður útskýrt með ofannefndu þá verður það leiðrétt með meira magni af bóluefni í seinni sendingum.

Að mínu mati er ekki verið að mismuna okkur á neinn hátt, þó ég skilji vel að fólk spyr spurninga þegar það heyrir af yngri aldurshópum fá bólusetningu í Reykjavík.

Þetta er einfaldlega flókið ferli og allir að gera sitt besta til að þetta gangi sem best. Við fáum nokkuð marga skammta í næstu viku og ættum að vera á pari við restina af suðurlandi í eftir næstu viku segir Davíð að lokum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is