Þriðjudagur 16. apríl 2024

Flugsamgöngur hafa legið niðri samtals í tæpa 8 mánuði frá því í September 2020

Það verður að teljast mikil afturför í samgöngum ef við skoðum síðustu tvö ár.

Áætlunarflug hefur legið niðri meira eða minna síðan í september 2020 ef frá eru talin þessi tvö styrktarflug á viku sem Air Iceland Connect, síðar Icelandair, sá um frá desember 2020 til maí 2021.

Við tók áætlunarflug sem gefið var út sem sumaráætlun og átti hún að hefjast maí 2021 og vera út september 2021. Það var fljótlega ljóst að þetta gekk illa upp og var sú áætlun skorin niður, hófst hún í júní og var hætt mánuði fyrr en áætlað var eða í lok ágúst 2021.

Nú í dag flýgur flugfélagið Ernir þrjár ferðir í viku á samskonar styrk og veittur var til Icelandair 2020-2021 og gildir hann til loka maí 2022.
Það ætti að vera öllum ljóst að sú vinna sem þarf til að tryggja okkur áreiðanlegar samgöngur ætti að vera löngu hafin og er einfaldlega búið að vera draga lappirnar frá því í september 2020!

Í stjórnarsáttmála má lesa

„Jafnframt verði unnið að því að endurskipuleggja og byggja upp almenningssamgöngur um land allt. Þar skiptir höfuðmáli að fólksflutningar á vegum og í lofti verði samþættir á notendavænan hátt og auðvelt verði að finna og velja farleiðir og greiða fargjöld.“

Til að hægt sé að tala um áætlunarflug þarf tíðni ferða að vera aðgengileg, hér dugar ekki til að allir heimamenn sem þurfa á þjónustu að halda á fastalandinu ferðist til dæmis á þriðjudögum eða fimmtudögum, enda gengur dæmið ekki upp þannig.
Flugsamgöngur þurfa að vera aðgengileg okkur að minnsta kosti alla virka daga og til þess þarf stuðning til að byggja upp áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.

Í dag er sagt að málið sé til skoðunar, fyrir mér er málið einfalt, við þurfum þennan samgöngumáta og það hefur glettilega sýnt sig í þeim erfiða vetri sem nú er vonandi að fara ljúka.

Hannes Kristinn Sigurðsson
Undirritaður bíður sig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search