Flugeldabingó ÍBV 2021 – hægt að kaupa spjöld til kl 15:00 í dag

Flugeldabingói ÍBV verður haldið með pompi og prakt, fimmtudaginn 30.desember kl.19:30

Í ljósi samkomutakmarkana verður, líkt og í fyrra, haldið bingó í rafrænu formi og verður bein útsending á ÍBV TV: https://youtu.be/D0e4JLR1NdE

Spilað verður á rafrænum spjöldum, sem þátttakendur opna í snjalltæki (farsíma/spjaldtölvu) eða á fartölvu.

Spjaldið kostar 1.000 kr.- og þarf að forpanta og greiða fyrirfram.

Reikningsnúmer: 582-26-5344
Kennitala: 680197-2029

ATH, munið að senda staðfestingu á greiðslu á vilmar@ibv.is

Hérna er hlekkur inn á skráningarformið: https://forms.gle/BNERKq7hCW2YxuDv7

ATH! Skráningu lýkur í dag kl.15:00 

LEIÐBEININGAR:
Þegar búið er að panta spjald/spjöld og greiða, fær viðkomandi senda/n kóða sem hann notar til þess að skrá sig inn í bingóið í gegnum www.bingomaker.com. Þar er farið í ”Join game”, nafnið á bingóinu fundið ”Flugeldabingó ÍBV 2021” og settur inn kóðinn sem viðkomandi fékk sendan frá okkur. ATH, hver fjölskyldumeðlimur getur notað sitt spjald á sínu snjalltæki en aðeins er hægt að spila með eitt spjald á tæki.

Vinningarnir eru eins og venjulega í formi flugelda frá Björgunarfélag Vestmannaeyja og eru ekki af verri endanum.

Vinningum verður keyrt heim til sigurvegara á gamlársdag 31.desember.

Flugeldabingó ÍBV hefur lengi verið vinsæll viðburður og stór þáttur hjá mörgum yfir hátíðarnar. Við voumst til þess að sem flestir taki þátt og við eigum skemmtilega kvöldstund saman!

Allar fyrirspurnir beinast til Vilmars Þórs á netfangið, vilmar@ibv.is.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is