Þriðjudagur 25. júní 2024

Flug til og frá Eyjum

Hannes hóf störf sín á flugvellinum 1. Maí árið 2002.

Þá hjá Flugfélagi Íslands sem sá um afgreiðslu hjá Íslandsflugi, Landsflugi og svo síðar City Star Airlines þar til Flugfélag Íslands hófu sig til flugs 2006  til ársins 2010. En á því ári hætti Flugfélag Íslands flugi til Vestmannaeyja og við tók Flugfélagið Ernir sem ég starfaði hjá til loka árs 2020 og má því segja að ég er komin aftur til baka.

Hannes Kristinn Sigurðsson er 36 ára eyjapeyi. Hann er giftur Fanney Finnbogadóttur og saman eiga þau Elías Agnar Hannesson 6 ára

 

Hvernig var að upplifa það að ekkert flug var í boði til Eyja?

Það var því miður erfitt ár fyrir ferðaþjónustu og því mjög sérstakt að horfa uppá þetta eftir að vera búin að starfa í þessu í meira og minna 18 ár, það fyrsta sem kemur auðvita upp hjá manni er núna finn ég mér eitthvað annað að gera en alltaf endar maður hérna aftur, enda er þetta gert meira af ástríðu en atvinnu.

 

Nú er flug komið aftur á, hvaða daga er flogið?

Eins og staðan er núna erum við með lágmarks áætlun eða 2 ferðir í viku á mánudögum og föstudögum, en við erum líka að skoða að geta boðið alla vega einn dag uppá flug fram og til baka, en það er erfitt að standa í áætlunarflugi á tímum Covid-19 þar sem fólk er beðið um að vera heima hjá sér og ferðast í lágmarki.

Það verður boðið upp á meira flug í framtíðinni (fleiri daga).

Frá og með 28. apríl munum við bjóða uppá ferðir fram og til baka 4 daga vikunnar, mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum eða samtals 8 ferðir á viku.

 

Hvernig hefur fólk tekið við sér með að flug sé komið á aftur ?

Við höfum fengið góðar móttökur en eins og gefur að skilja erum við að byrja á tímum sem manni óraði ekki fyrir að upplifa og því fólk almennt ekki mikið að ferðast.

 

Er fólk að nýta sér flugið eins og þið hélduð?

Það er því miður ekki hægt að draga upp stóra mynd af þessum fáu flugum sem við höfum farið til þessa.

Með betri tíð koma betri tímar og höldum við fast í þá trú að heimamenn, gestir og fyrirtæki muni koma til með að nýta þessu þjónustu sem flugið er.

 

Nú hefur maður heyrt að það eigi jafnvel að fljúga til Eyja frá öðrum löndum er það rétt?

Það væri auðvita frábært að geta boðið uppá slíkar ferðir en hefur ekki komið til tals.

 

Nú ertu að leita að starfkraft til ykkar, í hverju felst það starf ?

Almenn afgreiðslustörf, innritun farþega, símsvörun, hleðsla og afhleðsla og önnur tilfallandi störf svo eitthvað sé nefnt, þetta eru auðvitað 

mikil fjölbreytni og skemmtilegt starf, þarna byrjaði maður og er enn að.

 

Hvað taka vélarnar marga farþega?

Við erum að nota tvær gerðir af flugvélum. Bombardier Q200 sem tekur 37 farþega og Bombardier Q400 sem tekur 72-76 farþega.

 

Hvað kostar að fljúga?

Erum með fargjöld frá 6500 kr. og svo hafa allir sem hafa lögheimili í Vestmannaeyjum rétt á loftbrú sem gefur 40% aflsátt af flugi allt að 6 flugleggi á ári. Það er því hægt að komast fram og til baka á frá 7000-8000. kr.

Maður einfaldlega fer inná www.loftbru.is og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, þar fær maður kóða sem hægt er að nota á vefsíðu okkar og gefur 40% afslátt að þeim fargjöldum sem í boði eru.

Ég tel það mjög mikilvægt að fólk horfi á flugið sem raunhæfan kost og nýti sinn rétt á loftbrú svo flugið geti vaxið og dafnað hér um ókominn tíma.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search