26.01.2020
Tígull heyrði í Bjarna Ólafi Guðmundssyni núna í hádeginu en ánægjan leyndi sér ekki með tónleikana í gærkvöldi, brosið hreinlega skein í gegnum símann.
Þetta voru níundu Eyjatónleikarnir sem haldnir hafa verið í Hörpunni og í ár voru ýmsar nýjungar í tónlistinni að sögn Bjarna Ólafs en hann stendur fyrir þessum tónleikum ár hvert.
Jón Ólafsson var tónlistarjóri og útsetti tónlistina í samvinnu við listamennina.
Agnes Björt Andradóttir flutti lagið Slor og skít til að mynda í glænýjum búningi við mikinn fögnuð gesta, en Agnes er dóttir Elvu Óskar leikkonu.
Það var að sjálfsögðu húsfyllir í Hörpunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, bæði tónlistamenn og gestir voru á sama máli með að þetta hafi verið allra bestu tónleikarnir hingað til. Það er alveg ljóst að þótt þetta séu níundu tónleikarnir þá er enn hægt að toppa sig ár hvert og allir geta látið sér hlakka til næsta árs þá verða tíundu tónleikarnir haldnir á sjálfan gosdaginn, 23. janúar 2021.
Tígull var bæði með sjötug hjón og tvítugar dömur sem fulltrúa á tónleikunum og var gaman að fá þeirra upplifun á kvöldinu.
Eldri hjónin lýstu sinni upplifun svona: Það myndaðist stórkostleg stemning, fólk ruggaði og söng með, svalirnar okkar hristustu þegar stappað var fótunum algjörlega magnað. Þeim fannst Matti Matt bera af í söngnum en samt voru þau öll stórkosleg. Það var meira að segja mögnuð stemning í hléinu en það var tekið hlé að hætti Eyjamanna langt og allt í rólegheitum.
Ungu dömurnar lýstu sinni upplifun svona: Þetta voru mjög flottir tónleikar, eftir hlé komu þau lög sem höfðuðu meira til okkar og stemningin var klikkuð.
Þau mæla öll með því að kíkja á þessa tónleika, allir þurfa að upplifa þessa tónleika að minnsta kosti einu sinni.
Tígull var svo með nokkra fulltrúa á Eyjatónleiknunum í gærkvöldi sem tóku þessar myndir og nokkur video.
Ólafur Jóhann Borgþórsson, Egill Egilsson, Kristinn Egilsson, Jón Viðar Stefánsson og Guðmundur Magnússon.
Bjarni Ólafur Guðmundsson, Hákon Þór Bjarnason, Bergþór Pálsson, Stefanía Svavars, Alma Rut