Flottur sigur hjá ÍBV stelpunum í handboltanum í gær

Stelpurnar okkar mættu Valskonum í gær í 10. umferð Olísdeildar kvenna

Eyjakonur byrjuðu leikinn betur og höfðu frumkvæðið í byrjun leiks en liðin skiptust svo á að leiða í fyrri hálfleiknum. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og Marta góð í markinu. Staðan var 11-12 að loknum fyrri hálfleiknum, okkar konum í vil.

Í síðari hálfleik höfðu okkar stelpur yfirhöndina allan tímann

Vörn og markvarsla héldu áfram að vera í frábærum takti og þegar 30 sekúndur voru eftir leiddi ÍBV 20-21. Þá misstum við boltann og Valskonur fengu tækifæri á að jafna og tryggja sér annað stigið. Elísa Elíasar varði þá frábærlega í hávörn og Marta náði boltanum og ÍBV tók þá leikhlé þegar nokkrar sekúndur voru eftir að leiknum.
Stelpurnar héldu boltanum þar til lokaflautið gall og sigurinn því í höfn.

Frábær liðssigur 20-21 og ÍBV sigla heim með stigin 2

Eins og kom fram hér á undan voru varnarleikur og markvarsla í góðu standi í dag og má segja að það hafi skopið þennan mikilvæga sigur.
Marta varði frábærlega í markinu, eða 13 skot (39,4%)!

Mörk ÍBV í leiknum:

 • Birna 7
 • Elísa 3
 • Hanna 3
 • Karolina 3
 • Sunna 3
 • Ásta 2.

Næsti leikur hjá stelpunum okkar er næsta laugardag, 6.mars, þegar þær fá topplið Fram í heimsókn í 11.umferðinni. Sá leikur hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport.

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!

Greint er frá þessu á facebooksíðu ÍBV handboltans.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search