Huginn VE kom inn í morgun með kjaftfullan bát eða um 2500 m3 af loðnu.
Tígull heyrði strákunum um borð, þeir voru brosandi allan hringin eftir síðasta loðnutúr þessa vertíðar.
“ Við erum mjög ánægðir með þessa vertíð og vitum við að allur flotinn er mjög ánægður með veiðina í ár, enda allir að mokveiða. En það var svo kölluð vesturganga sem er alltaf öflug, en hún kemur ekki alltaf,,
Strákarnir segja að það hafi verið allt annað að veiða í ár. Síðustu tvö til þrjú ár hefur Loðnan verið mjög dreifð og illa gengi að veiða hana. En í ár var allt annað ástand.
Hér er myndbrot af því þegar Huginn VE gaf Sighvati Bjarna VE 100 tonn, þar sem Huginn var orðin kjaftfullur. Það var hann Sigurbjörn Árnason eða Bjössi eins við köllum hann sem tók myndbandið og myndina hér fyrir neðan.