Miðvikudagur 24. júlí 2024

Flott verkefni 8.bekkjar GRV “ Plast er drasl“

Í dag klukkan 13:00 afhentu nemendur í 8.bekk Grunnskóla Vestmannaeyjar bæjaryfirvöldum plast sem þau hafa safnað í rúman mánuð. Njáll Ragnarsson tók við plastinu fyrir hönd bæjarins. Þau ásamt öllum sem komu að þessu áhugaverða verkefni hafa heldur betur opnað augun yfir því hve mikil plast notkunin er í dag, að sögn kennara þeirra þá hafa þau öll lært mikið af þessu verkefni og einnig foreldrar þeirra og kennarar.

Markmið verkefnisins er að að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fara vel með jörðina og skilji hugtakið sjálfbærni, geri sér grein fyrir að aðgerðir eða aðgerðaleysi hvers og eins skiptir máli.

Nemendur söfnuðu plasti í rúman mánuð með það að markmiði að gera sér grein fyrir því magni sem hver og einn notar af plasti. Ásamt því að fá fræðslu og vinna önnur verkefni tengdu plastnotkun.

Þess má geta að hver og einn Íslendingur notar 10 kg af plasti á 100 dögum sem gera 33 kg á ári. Við söfnuðum 43 kg sem eru til sýnis á Einarsstofu. Það er áhugavert að sjá hvernig 43 kg líta út.

Njáll sagði okkur svo frá því að frá og með áramótum hefur Vestmannaeyjabær bannað öll innkaup á einnota plasti fyrir sínar stofnanir og eru þær nú þegar byrjaðar að aðlaga sig að því. Virkilega vel gert Vestmannaeyjabær.

Leiðir til að draga úr plastnotkun

 • Hægt væri að hætta að haafa einnota plastpoka í búðum og frekar hafa fjölnota poka sem fólk gæti fengið lánað og skilað seinna.
 • Hægt væri að hafa betri sorpflokkun, tildæmis væri hægt að hafa sér tunnu fyrir plast á heimilum.
 • Við getum einnig ráðið fólk í að tína upp rusl í bænum.
 • einn dag í mánuði gætu fyrirtæki eða árgangar í skólum farið út og tínt rusl.
 • Vestmannaeyjabær gæti sett fleiri ruslatunnur út um bæinn og haft eina fyrir endurvinnslu og aðra fyrir almennt sorp.
 • Við viljum hvetja fyrirtæki til þess að huga að umhverfinu og leggja sitt af mörkum til þess að nota minna plast.

Tígull var á staðnum og tók nokkrar myndir af þessum flotta hóp.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search