Í dag fór fram glæsilegt pílumót í Kiwanis sem Viktor Rakari og félagar stóðu fyrir, rúmlega 40 manns tóku þátt í mótinu og voru 8 riðlar.
Í undanúrslitum spilaði Óli Birgir gegn Ágústi Gísla og Kristófer Tjörvi gegn Guðmundi Tómasi. Í úrslitaleiknum spilaði Kristófer Tjörvi gegn Ágústi Gísla, en Kristófer vann þann leik 6-1. Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæsta skor og flottustu skyrturnar.
Sigurvegararnir Flottustu skyrturnar: Óli Biggi og Daníel Scheving Svenni með hæsta skorið Ágúst Gísli lenti í 2.sæti Sigurvegari mótsins: Kristófer Tjörvi