Flott kynning á sjómannadagsbjórnum sem er tileinkaður Óskari á Frá í ár

04.06.2020

Það var flott mæting á Ölstofu The Brothers Brewery í dag þegar nýji sjómanndagsbjórinn var kynntur til leiks.

Tígull var live frá facebooksíðu sinni, ef þú misstir af kynningunni getur þú farið á síðuna og horft á.

Á hverju ári höfum við heiðrað sjómann ársins en nú í ár er það Óskar á Frá sem við viljum heiðra með því að brugga bjór. Bjórinn var bruggaður fyrr í vetur á meðan að við spiluðum jazz og svo þótti Óskari möndlukökur mjög góðar þannig að við hentum 20 möndlukökum frá Vigtin bakhús í bjórinn. Úr varð 10% imperial stout sem er algjörlega frábær með fullt af súkkulaði, kaffi og möndlukökum.

Þetta er fimmta árið sem að The Brothers Brewery bruggar bjór til heiðurs sjómanni en fyrstur var Ragnar Togari, annar Rikki Zoega, þriðji Sverrir Gunnlaugs og í fyrra var það Beddi á glófaxa.

Síðustu ár hefur svo flaska af bjórnum alltaf verið boðin upp á sjómannaballinu þar sem safnast hafa 3,5milljónir króna í góðgerðarmál. Í ár er ekkert sjómannaball þannig að breyting verður á þessu í ár.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is