Nú að loknum jólum og áramótum halda skip Síldarvinnslunnar og dótturfélagsins Bergs-Hugins brátt til veiða. Ísfisktogarinn Gullver NS lét úr höfn á Seyðisfirði klukkan tvö í gær og skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Vestmannaey VE og Smáey VE, hefja veiðar á laugardag.