07.01.2020
Mjög hvast er þessa stundina í Eyjum, vestan stormur. Svo mikill var vindstyrkurinn að bæta þurfti við landfestum á gamla Herjólf. Þá eru hliðarskrúfurnar notaðar til að halda honum við bryggju og fyrirbyggja að landfestar slitni.
Þá skemmdist flotbryggja í höfninni vegna veðurofsans og voru starfsmenn Vestmannaeyjahafnar að vinna við að festa hana til að forða frekara tjóni.
Búið er að færa Herjólf III innar í höfnina þar sem hann tekur ekki eins mikinn vind á sig.
Greint er frá þessu á eyjar.net