08.06.2020
Árið 2005 voru send út 32 flöskuskeyti frá Vestmannaeyjum í tilefni þess að 32 ár voru liðin frá goslokum.
Eitt þessara skeyta fór nú ekki langt eða upp í fjöruna í Austur Landeyjum.
Tígull heyrði í Eyrúnu Elvarsdóttur en synir hennar fundu skeytið þegar þau voru í fjöruferð í gær.
Við fjölskyldan ásamt Snædísi systur Jóa, fórum í smá fjöruferð í gær en strákunum okkar þykir skemmtilegt að rölta um þar sem mikið er af dóti/drasli í fjörunni.
Það voru þeir Böðvar Snær Jóhannsson 10 ára og Sæþór Elvar Jóhannsson 8 ára sem fundu flöskuna með skeytinu og var spenningurinn mikill.
Með þeim voru Jóhann Gunnar Böðvarsson, Snædís Sól Böðvarsdóttir og Eyrún Elvarsdóttir.
Hér að neðan má lesa skeytið: