Miðvikudagur 17. júlí 2024

Flakkarinn, listrými – Jóna Heiða Sigurlásdóttir

Jóna Heiða Sigurlásdóttir sýnir í Flakkaranum – listrými sem er sambland af galleríi, vinnustofu og búð.

Ég fékk innblástur frá gosinu árið 1973 og rómantíska málaranum Caspar David Friedrich til að hjálpa mér með nafngiftina. Ég opnaði listrýmið sumarið 2023 og sýndi á goslokahátíðinni furðukames innblásið af Vestmannaeyjum. Furðukamesið verður enn til sýnis í ár en ég mun einnig sýna “collage” eða nokkurs konar samsetningarverk til heiðurs hinum alræmda túnfífli sem er ein af mínum uppáhalds plöntum.

Samsetningarverkið er sett saman úr ljósmyndum, skúlptúrum, teikningum og allskyns listmunum sem ég verið að búa til innblásið af túnfíflinum. Ef fólk bara vissi hvað túnfífillinn væri frábær! Ég hef í nokkur ár reynt að vekja athygli fólks á þeim gríðarlegu kostum sem þessi nytjaplanta hefur. Og á þessum árum hef ég m.a. eldað úr túnfíflinum og bakað, gert te og nú síðast prófaði ég að búa til kaffi úr rótinni. Af öðru matarkyns hef ég prófað pestó og kapers en einnig hef ég búið til eigin smyrsli og olíur. Og að sjálfsögðu leyft fólki að prófa. Þetta “illgresi” er hægt að nota á ótrúlega fjölbreyttan hátt en fyrst og fremst er það mikilvægt fyrir vistkerfi garðanna okkar og veitir býflugunum fæðu snemma sumars.

Auk samsetningarverksins er ég með til sýnis allskyns varning sem ég geri og er með til sölu, bókamerki, pennaveski, límmiða og fleira smálegt. 

Opnunartími:

Fim kl. 17:00

Fös kl. 14:00 – 17:00

Lau kl. 14:00 – 17:00

Sun kl. 14:00 – 17:00

Auk þess sem eftir er sumars í 3-4 tíma á dag.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search