Tígull heyrði í Andrési Sigurðsyni yfirmanni hafnasviðs og fékk að vita aðeins nánar um myndavélavæðingu hafnarinnar.
Það er búið að kaupa fjórtán myndavélar sem koma seinna í vetur líklega apríl og það verður farið í að setja þær upp fljótlega eftir að þær koma. Þær verða um allt hafnarsvæðið og reynt verður að hafa svo til allt hafnarsvæðið með eftirlitsmyndavélum. Áætlað er að heildarkostnaður verði um fjórar millijónir króna.