30.07.2020
Pétur Steingrímsson ásamt fimm vöskum mönnum fara árlega út í Hana í rúningsferð. Það er gaman að lesa frásögn hans og skoða myndir með, gefum Pétri orðið:
Eitt það skemmtilegasta sem ég geri á hverju sumri er rúningsferð í Hana með algjöru meistaraliði, ferð sem gleður huga, hjarta og auga.
Í Hana eru fjórir sauðir sem sjá um að halda öllum óvelkomnum gróðri í skefjun og götum í jafnvægi, sauðir sem eru allir hvítir á litinn svo eigendurnir eigi auðveldara með að sjá þá og telja frá landi.
Ljúft við lifum og eins og einhver sagði “Lífið er núna” Takk fyrir mig, frábær dagur. Held að meðalaldurinn í ferðinni hafi verið 65 ár, Einar Gauti lækkaði hann talsvert þó hann sé að komast á miðjan aldur.
Ingi Tómas sótti mannskap á Hanatuðrunni í Kaplagjótu enda algjör blíða. Már Jónsson Hanahöfðingi, Svavar Steingrímsson og Eyþór Harðarson saman á teig við Kaplagjótuna. Smá grobbmynd fyrir Eyþór, hann segir út af hverju. Komnir á Steðjan í Hana. Frá vinstri: Svavar, Baldvin Kristjánsson, neðstur og Einar Gauti Ólafsson Það var þó nokkuð við af lunda í dag, já bara með meira móti. Jötunn og Smáeyjasker Myndin tekin úr Hana. Frá vinstri: Hæna, Jötunn fjærst, Smáeyjasker og Helgusker hér næst. Sursey þarna lengst í burtu. Ribsaranir komu nokkar ferði þarna á meðan við vorum í Hana, fullir bátar af ferðamönnum. Mínir menn við Ból. örugglega sterkbyggðasta úteyjarhúsið/bólið. Þarna skellur brimið á í öskrandi vestan áttinni, stundum hefur maður séð heilu ölduskaflana koma þarna yfir og alltaf stendur húsið. Held að það sé að hluta til úr stáli. Flottasti göngu/bakpoki sem ég hef séð lengi. Ætla að senda 66% Norður þessa mynd og bjóða þeim hugmynd að nýrri tískulínu hjá þeim. Pokinn er kominn á sextugs aldurinn Enn bruna Ribsaranir hjá. Voru þarna að koma úr Kafhelli í Hænu. Suður brekkan í Hana, vel setin af fugli. Svo byrjaði smölunin sem gekk bara glimrandi vel. Pétur klippar ný búinn með þennan og Baldvin “haldari” stóð sig vel. Viðskiptavinurinn var prúður og stóð kyrr allan tímann. Viktor Ragnarsson, hvað segir þú um þessa klippingu……..er þetta í lagi? Rúningur búinn. Tveir fallega klipptir og snjó hvítir á leið upp á Hanakamb. Enn skoðum við skerin við Hænu og Hana.