Fjórði sunnudagur í aðventu er Lofsöngur Sigurdísar Hörpu Arnarsdóttur, Eyjastúlku með djúpar rætur í heimahögum.
Hún gekk ung myndlistinni á hönd. Eftir að hafa útskrifast tvítug úr Myndlistarskóla Akureyrar 1994 hefur hún starfað sem kennari í myndlist við grunn- og framhaldsskóla, lengst af í Reykjavík. Sigurdís hefur haldið fjölda sam- og einkasýninga, þar á meðal í Vestmannaeyjum enda segir hún sjálf að uppvaxtarár sín hér hafi mótað sig sem listamann.