Laugardagur 26. nóvember 2022

Fjölskyldu- og systkinamyndataka alltaf vinsælust

Þórey Helga Hallgrímsdóttir

Þórey Helga Hallgrímsdóttir er 27 ára Eyjamær og á dótturina Ísold Evu ásamt manninum sínum Jóhanni Inga og hefur alla tíð búið
í Eyjum fyrir utan námsárin 2017- 2019.

Ásamt því að starfa á skrifstofu Iðunn Seafood starfar hún einnig sem ljósmyndari. „Ég útskrifaðist með burtfararpróf í ljósmyndun 2019 frá Tækniskólanum og hef verið að bjóða upp á ljósmyndum síðan þá,“ sagði Þórey í samtali við Tígul.
„Vinsælasta myndatakan er alltaf fjölskyldu- og systkinamyndataka, svo er alltaf gaman að uppfæra þær myndir reglulega og þegar nýr meðlimur fæðist í fjölskylduna,” sagði Þórey aðspurð um hvað væri vinsælast hjá henni. Annars býður

Þórey upp allskyns myndatöku; brúðkaupsmyndatökur, fermingarmyndatökur, bumbumyndatökur, fjölskyldumyndatökur, passamyndatökur og fasteignamyndatöku. „Svo er ég einnig að mæta á viðburði og í veislur, bara það sem fólki vantar. Bara hafa samband ef þið viljið panta hjá mér. Það er alltaf hægt að fara á facebookið mitt: Þórey Helga – Ljósmyndari, eða senda mér email á thoreyhh19@gmail.com.“ Þórey kemur til með að vera með aðstöðu að Búhamri 58 en er í millibils ástandi vegna flutninga og er þess vegna með aðstöðu að Bröttugötu 1 nú í nokkra mánuði.

Týpískur dagur hjá Þórey
„Týpískur dagur hjá mér þar sem ég er ekki í ljósmyndun „full time“ er það bara vinnan mín, sækja stelpuna mína í leikskólann, og
svo ef það er myndataka þá mynda ég eftir vinnu. Annars fara yfirleitt helgarnar mínar í myndatökur þá fer ég í að mynda, sama hvað þær eru margar og eftir myndatökurnar tekur tölvuvinnan við. Ég fer beint í að vinna myndirnar svo viðskiptavinir fái myndirnar sínar sem fyrst.“ Þórey segist einnig bjóða uppá að prenta út myndir fyrir fólk, „hvort sem það er úr myndatöku frá mér eða aðrar myndir sem fólk vill eiga
í ramma. Það er voðalega vinsælt í jólapakkann.“

Það er því um að gera að hafa samband við Þóreyju ef þú telur þig geta nýtt hennar þjónustu. „Ekki hika við að senda á mig línu ef þið viljið myndatöku eða prentun fyrir ramma, eða ef þið hafið bara einhverjar spurningar,“
sagði Þórey að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is