Ufsaskallamótið var haldið þann 13. júní síðastliðinn. En mótið er haldið árlega og var þetta haldið í 10. sinn í ár. Eins og undanfarin ár þá rennur allur ágóði mótsins til góðgerðarmála. Ekki er komin lokatala á hversu mikið safnaðist en mótshaldarar sögðu vel á aðra milljón hafi komið inn. Mótið gekk vel fyrir sig og voru allir mjög sáttir með það en alls tóku 63 þátt í golfmótinu. En mótið var spilað sem Texas scramble.
Laugardagur 3. júní 2023