Fjölla og Junayd gestakokkar á Næs

Matey Sjávarréttahátíðin verður haldin dagana 7-10. september þar sem veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í  sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum  taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og  fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum. Gestakokkar verða á veitingastöðunum en á veitingastaðnum Næs verður hjónin Fjölla Sheholli og Junayd Juman.

Hægt er að bóka borð á NÆS HÉR!

Hjónin Junayd frá Trinidad & US og Fjölla frá Kosovo, opnuðu Honey Badger árið 2016 og sköpuðu þannig nýja villt-til-borðs (wild-to-table) matreiðsluupplifun sem vantaði í hverfinu þeirra, Prospect Lefferts Garden, New York.

Síðan þá hefur Honey Badger haldið áfram að veita New York-búum og gestum víðsvegar að úr heiminum einstakt, „fine-dining“ veitingahús, sem leiðir mat og náttúru saman í sátt.

Junayd og Fjölla eru stolt af góðum og sterkum samskiptum sínum við bændur og fæðuframleiðendur í nærumhverfi þeirra, allt frá Pennsylvaníu til Labrador, sem útvega Honey Badger framandi grænmeti, kjöt, sjávarfang og fleira. Hver réttur er vandlega útbúinn, undirbúinn og færður úr eldhúsinu til viðskiptavinarins af hjónunum sjálfum; slík er natnin.

Þessir skapandi kokkar bjóða upp á matseðil í Omakase-stíl sem undirstrikar hið mikla framboð í norðurhlutanum með hverju tímabili sem breytist. Með því að forgangsraða mat í sinni minnst unnu mynd, brýtur Honey Badger keðjuna með því að afbyggja rétti á hátt sem margir veitingastaðir hafa ekki reynt að gera.

Glæsilegt rými veitingastaðarins var byggt frá grunni og hannað með hjálp frá hinni tilkomumiklu ungu dóttur þeirra, Ninu, sem hafði hönd í bagga með mörgum þáttum í hönnun veitingastaðarins. Frá opnu eldhúsi rýmisins til brossins á andlitum þeirra, nota Junayd og Fjölla hvert tækifæri til að deila sögu sinni, frá minningu til máltíðar fyrir alla þeirra viðskiptavini sem þau taka hlýlega á móti.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search