bær

Fjöldi framkvæmda síðustu mánuði hjá Vestmannaeyjabæ – sundurliðun

10.09.2020

Á bæjarráðsfundi í gær var lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ.

Töluverður fjöldi framkvæmda hefur átt sér stað undanfarna mánuði og í minnisblaðinu er rakin staða einstakra framkvæmda.

Jafnframt var lögð fram sérstök greinargerð um framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á þessu ári.

Töluvert meiri þörf var á kostnaðarsömu viðhaldi við Íþróttamiðstöðina en gert var ráð fyrir og ljóst að sú þörf verður áfram til staðar.

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, tók þátt í umræðum um málið.

 

Sorporkustöð

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er í kynningarferli til 9.október nk.

Að því loknu mun Skipulagsstofnun væntanlega samþykkja framkvæmdina og er þá hægt að panta nýja verksmiðju.

Áfallinn kostnaður á árinu 2020 er 5.994.022 kr. sem að mestu hefur farið í sérfræðivinnu vegna mats á umhverfisáhrifum.

Fjárhagsáætlun 2020 gerir ráð fyrir 120 milljónum kr. sem að mestu er áætlað í innágreiðslu vegna kaupa á sorporkustöð.

 

Íbúðir fatlaðra

Seljandi afhendir íbúðir á byggingarstigi 5, þ.e. tilbúið til innréttinga.

Innanhússhönnun er að ljúka og tekur þá við tilboðsgerð og samningar um innahússframkvæmdina.

Reiknað er með að hægt sé að hefja framkvæmdir innanhúss í lok September.

Áfallinn kostnaður árið 2020 er 53.990.376 kr. sem að mestu hefur farið í greiðslu á umsömdu kaupverði vegna húsnæðis.

Fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir 155 milljónum kr. í greiðslur vegna kaupa á húsnæði og 90 milljónir kr. í innanhússframkvæmdir.

 

Viðhald húsa

Eignasjóður

Mikið hefur verið framkvæmt í gjaldfærðu viðhaldi stofnana Vestmannaeyjabæjar á árinu.

Áfallinn kostnaður stofnana er 58.327.681 kr. sem skiptist nokkurn veginn eftir áætlun.

Fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir 71.845.000 kr. í viðhald húsa.

Félagslegar íbúðir eru útleiguíbúðir og þjónustuíbúðir að Eyjahrauni 1, samtals 59 íbúðir Áfallinn kostnaður árið 2020 er 14.182.977 kr.

Fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir 24.925.000 kr.

 

Hraunbúðir

Áfallinn kostnaður er 13.959.012 kr., en stærsta verkefnið var lagfæring á þvottahúsi og samliggjandi rýmum.

Fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir 11.380.000 kr.

 

Viðhald húsa og stofnana fyrir árið 2020 nemur 86.469.670 kr.

Fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir 109.440.000 kr.

 

Íþróttamiðstöð

Unnið hefur verið að ýmsu nauðsynlegu viðhaldi í Íþróttamiðstöðinni til þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsunum, eins og burðarvirki, þaki, gluggum, rafkerfi, lotræstingu, flísalögnum, endurbætur á búningsklerfum, innréttingum og innanstokksmunum.

Í fjárhagsáætlun ársins 2020 ásamt viðaukum var gert ráð fyrir 29,5 milljónum í þak og 49,5 milljónum vegna annarra verka, einnig var gert ráð fyrir 10 milljónum í gjaldfært viðhald sem eignfærist inn í þessari framkvæmd. Samtals 80 milljónir.

Vegna nauðsynlegs viðbótarviðhalds er í viðaukum gert ráð fyrir 82 milljónum.

Framkvæmdir hafa verið fyrir 162 milljónir kr. á árinu sem útskýrt er í sérstakri greinargerð.

 

 

Bæjarskrifstofur (Gamla Ráðhúsið)

Unnið er að utanhússframkvæmdum og hreinsun innanhúss. Hönnun er lokið og unnið er eftir henni.

Áfallinn kostnaður árið 2020 er 25.845.404 kr.

Fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir 25 milljónum kr. auk 100 milljóna kr. í nýjar bæjarskrifstofur.

 

 

Rauðagerði

Húsnæðið hefur verið aðlagað að starfsemi félags- og skólaþjónustu.

Gert var ráð fyrir að kostnaðurinn næmi um 6 milljónum kr.

Áfallinn kostnaður við breytingar er 6.413.102 kr.

 

 

Heiðarvegur 14

Verið er að reisa slökkvistöð.

Auk þess eru endurbætur á skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu Þjónustumiðstöðvar í fullum gangi.

Áætlun ársins gerði ráð fyrir framkvæmdum að upphæð 150 milljónum kr.

Reikna má með að það gangi eftir.

 

 

Hamarsskóli

Unnið var að þarfagreiningu síðasta vetur og ætlunin var að hönnun myndi hefjast í sumar.

Vegna fordæmalausra aðstæðna náðist ekki að klára þarfagreininguna á settum tíma og því hefur verkið tafist.

Stefnt er að því að hægt verði að semja um hönnun í kringum næstu áramót.

 

Verulegar hækkanir sérstaklega í efnisþætti

 

Almennt hafa nauðsynlegar framkvæmdir gengið ágætlega. Samstarf við iðnaðarmenn og verktaka er gott, en mikið álag hefur verið á þeim, þar sem mikið hefur verið um einkafjárfestinu fyrirtækja og einstaklinga í sumar.

Ekki hefur verið mikið um stórvekefni hjá einkaaðilum, en uppsöfnuð viðhaldsþörf hjá einstaklingum var greinilega mikil. Tímarammi setur Vestmannaeyjabæ líka skorður sumstaðar, t.d. í skólum, þar sem íþróttamótin koma inn í sumarlokun.

Nú þegar eru komin fram merki um verulegar hækkanir, sérstaklega í efnisþætti, vegna gengis íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Sem dæmi um slíkt má nefna að kaup á efni í rafmagnstöflu hækkaði um 19% frá útboði þar til innkaup áttu sér stað.

 

Forsíðumynd Halldór B. Halldórsson.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search