Fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk í Vestmannaeyjum

15.05.2020

Töluverð umræða hefur verið um atvinnuleysi námsmanna og takmarkað framboð starfa fyrir þann hóp í sumar vegna áhrifa heimsfaraldursins á atvinnulífið. 

Liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 er sérstakt átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta og hafa stofnanir og sveitarfélög verið hvött til að ráða ungt fólk til starfa í sumar.

Vestmannaeyjabær hefur svarað kalli um fjölgun sumarstarfa fyrir ungt fólk með fjölbreyttu úrvali starfa fyrir sumarið 2020. Á dögunum voru auglýst fjöldi starfa fyrir 17 ára og eldri þar sem alls 94 umsóknir bárust. Þá auglýsti Vestmannaeyjabær eftir ungu fólki, þ.e. fyrir 8. -10. bekk grunnskóla, í Vinnuskólann, þar sem alls 88 ungmenni sóttu um. Tekin var ákvörðun um að bjóða öllum störf.

Þá er ánægjulegt að tilkynna að Vestmannaeyjabær auglýsir nú fjögur störf fyrir námsfólk á háskólastigi í sumar í samstarfi við Vinnumálastofnun. Um er að ræða úrræði sem menntarmálaráðherra og félegsmálaráðherra kynntu á dögunum. Störfin sem í boði verða eru; nútímavæðing í stjórnsýslu bæjarins; upplýsingaöflun og undirbúningur við skipulag og stækkun hafnarsvæðisins; skráning örnefna í Heimaey og safnkosts Náttúrugripasafnsins og grænar lausnir í fráveitu og hönnun þeirra. Þarna gefst námsmönnum á háskólastigi tækifæri á að nýta sér þekkingu sína við mikilvæg átaksverkefni bæjarins.

Hér er að finna auglýsingu um laus störf námsmanna á háskólastigi. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search