Mánudagur 26. september 2022

Fjölbreytt og spennandi félagslíf framundan hjá FÍV

Nýtt skólaár er hafið. Tígull tók stöðuna á Guðbjörgu Sól formanni nemendafélags FÍV og fékk að vita hvað væri framundan hjá þeim. 

Seinasta fimmtudag hélt nemendafélagið kahoot spurn-ingakeppni og svo fótboltamót um kvöldið sem vakti mikla lukku. Einnig fengu þau kennarana til þess að koma og grilla pylsur fyrir nemendur. Skemmtilegir viðburðir hafa verið seinustu ár eins og Partners mót, Fifa keppni, körfuboltamót og borðtennismót. Þá býður nemendafélagið upp á nemendakort sem gefa afslætti hér og þar. „Markmiðið hjá okkur í nemendaráðinu er einfaldlega að hafa félagslífið fjölbreytt og skemmtilegt þannig að það höfði til allra í skólanum. Okkur langar til að hafa mikið af viðburðum og njóta þess. Við erum með fullt af hugmyndum og ætlum að halda fleiri mót tengdum íþróttum, spilakvöld, bingó, skemmtikvöld og fleira,“ segir Guðbjörg Sól. 

Í nemendafélaginu eru: Guðbjörg Sól formaður, Sunna Einarsdóttir varaformaður, Elmar Erlingsson gjaldkeri, Eyþór Orri Ómarsson íþróttaformaður, Berta Sigurðardóttir ritari, Birkir Björnsson nýnemi og þeirra hægri hönd er Breki Þór Óðinsson.

Árshátíðin tilhlökkunarefni 

Árshátíðin er alltaf mest áberandi viðburður skólans og er mikil tilhlökkun fyrir henni. Síðustu ár hafa verið skemmtileg þema eins og þjóðhátíðar þema, Euphoria þema og Hawaii þema. Hún verður haldin á næstu önn svo við erum 

meira að einblína á það sem við ætlum að gera núna í vetur. Við ætlum okkur þó að vera skipulögð og kaupa skraut tímalega og bóka sal og tónlistarmann á þessari önn,“ segir Guðbjörg Sól að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is