Þann 15.mars voru opnuð tilboð í gatnagerð í Botni. Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fór yfir málið á fundi sínum í gær.
Eftirfarandi tilboð bárust:
HS vélaverk ehf. kr. 54.132.660
Árni ehf. kr. 59.258.150
Steypudrangur ehf. kr. 49.070.500
Gröfuþjónusta Brinks ehf. kr. 71.026.925
Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 77.000.000
Unnið er að því að meta tilboðin.