Þriðjudagur 16. apríl 2024

Fjármögnun á kaupum á sjö leiðsöguhundum fyrir Blindrafélagið

Salan á Rauðu fjöðrinni er landssöfnun Lions, þar sem safnað er peningum fyrir stór aðkallandi verkefni í samfélaginu. Að þessu sinni er salan til styrktar leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins. Sigmar Georgsson og Bergvin Oddsson hafa verið í undirbúningsnefndinni og skipulagt landsöfnunina ásamt fleiri félögum annarsstaðar af landinu. Markmið söfnunarinnar er að safna fyrir 7 leiðsöguhundum sem kosta u.þ.b 35 milljónir íslenskra króna.

Bergvin segir að leiðsöguhundar geta verið mjög mikilvæg hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Þessir hundar fara í um 2 ára nám þar sem þeim er kent m.a hægri/vinstri, upp og niður og þekkja muninn t.d á umferðarljósum.
Lions ætti að vera Eyjamönnum kunnugur því Alþjóðahjálparsjóður Lions LCIF styrkti kaup á tækjum til að setja á fót augnlæknastofu hér í eyjum á sl. ári með rausnarlegu fjárframlagi.

Í dag, mánudaginn 28. mars nk. ætla nemendur 7. bekks GRV að ganga í hús og bjóða Rauðu fjöðrina til sölu. Fjöðrin er seld á 3.000 kr. og hvetja þeir Bergvin og Sigmar Eyjamenn til að taka vel á móti krökkunum. Hægt er einnig að leggja beint inná reikning söfnunarinnar hjá Lionsklúbbi Vestmannaeyja

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search