Halldór B Halldórsson

Fjármálastjórnun bæjarins er fagleg og vel ígrunduð

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 í framsögu

Jafnframt gerði hún grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins.

Hér fyrir neðan er fyrsta bókun frá fulltrúum E og H lista. ( Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Elís Jónsson.)

Meirihluti bæjarstjórnar lýsir ánægju með ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020

Rekstrarafkoma var jákvæð um rúmlega 29 m.kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins. Rekstrarafkoma A-hluta var neikvæð um 60 m.kr., sem skýrist af því að færa þurfti niður hlutafé í óbeinni niðurfærslu um 108 m.kr. í Herjólfi ohf. Ef Herjólfur ohf. væri tekinn út fyrir sviga, væri 48 m.kr. tekjuafgangur á A-hluta og tæplega 140 m.kr. jákvæð afkoma af samstæðunni, á þessu erfiða Covid ári. Ljóst er að áhætta af rekstri ferjunnar er til staðar. Nýr samningur, lengri samningstími og hagræðingaraðgerðir stjórnar Herjólfs ohf. gefur félaginu möguleika á að vinna tapið til baka.

Styrkleikar sveitarfélagsins koma vel fram í afkomu ársins

Flest sveitarfélög landsins eru að glíma við erfiða fjárhagsstöðu sem stafar fyrst og fremst af áhrifum Covid-19. Vissulega hefur Vestmannaeyjabær ekki farið varhluta af þeim áhrifum og er áætlað að þau nemi um 490 m.kr., ýmist í formi skertra tekna eða aukins kostnaðar. Bæjarstjórn samþykkti fjölþætta viðspyrnuáætlun vegna Covid-19 á árinu 2020, sem m.a. fól í sér auknar framkvæmdir, til þess að tryggja atvinnu meðan á faraldrinum stóð.

Fjármálastjórnun bæjarins er fagleg og vel ígrunduð

Til að mynda eru tekjur alla jafna varlega áætlaðar og gjöld eru nokkuð nærri fjárhagsáætlun. Sveitarfélagið er því vel í stakk búið til að vinna úr þeim aðstæðum sem uppi eru.

Árið 2020 reyndi mikið á hér í Eyjum, vegna heimsfaraldursins, en með samvinnu, samstöðu og samkennd, tókst Vestmannaeyingum að komast í gegnum árið með miklum myndarskap. Höldum áfram að byggja upp og vinna saman á þeim nótum. Hér er gott samfélag og miklir möguleikar. Þetta ár fer vel af stað með loðnuvertíð eftir tveggja ára loðnubrest. Gríðarlega mikil uppbygging og jákvæðni á sér nú stað í Vestmannaeyjum og hægt er að horfa björtum augum til framtíðar.

Njáll Ragnarsson
Elís Jónsson
Íris Róbertsdóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Hér er svo fyrsta bókun frá fulltrúum D lista ( Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins )

14 ár eru síðan sveitarsjóður Vestmannaeyjabæjar var í mínus

Markviss viðspyrna Sjálfstæðisflokksins á undanförnum kjörtímabilum gegn þenslu, skynsamar fjárfestingar og hagræðingaraðgerðir hafa skilað sveitarfélaginu efnahagslegum sveigjanleika til að takast á við óvænt áföll á borð við loðnubresti og alheimskreppu. Full ástæða er til að taka þessum taprekstri sem viðvörunarbjöllu um rekstur núverandi meirihluta H- og E-lista.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Helga Kristín Kolbeins
Trausti Hjaltason

Önnur bókun frá fulltrúum E og H lista. ( Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Elís Jónsson.)

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vita betur en að halda því fram að rekstur sveitarfélagsins sé í ólestri enda sátu þeir fund með endurskoðendum þar sem fram kom að staða sveitarfélagsins er sterk. Eins og fram hefur komið eru það áhrif af 113 milljóna króna tapi Herjólfs sem setja A-hluta sveitarsjóðs í neikvæða afkomu. Það að ætla sér að horfa framhjá því er í besta falli óábyrgt.

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Elís Jónsson
Íris Róbertsdóttir
Njáll Ragnarsson

Önnur bókun frá fulltrúum D lista ( Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins )

Á undanförnum kjörtímabilum hefur oft verið hart í ári, brestur á vertíðum, þungur rekstur á Hraunbúðum, skólum og fjármálahrun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf lagt mikla áherslu á ábyrgan rekstur og verið tilbúin til að axla ábyrgð og bregðast við þegar á þarf að halda í rekstrinum.

Trausti Hjaltason
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Helga Kristín Kolbeins

Forseti bæjarstjórnar Elís Jónsson las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2020:

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -156.231.000
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -60.211.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 12.405.835.000
Eigið fé kr. 6.969.004.000

Samstæða Vestmannaeyjabæjar

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. -160.964.000
Rekstrarafkoma ársins (jákvæð) kr. 29.171.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 14.891.123.000
Eigið fé kr. 9.220.110.000

b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 31.100.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 46.913.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 2.149.554.000
Eigið fé kr. 1.944.336.000

c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 19.606.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 9.636.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 743.691.000
Eigið fé ( neikvætt) kr. -79.431.000

d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 48.597.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 30.680.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 706.602.000
Eigið fé kr. 342.111.000

e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -93.142.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 252.994.000
Eigið fé kr. 29.806.000

g) Ársreikningur Vatnsveitu 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 0
Rekstrarafkoma ársins kr. 0
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 368.000.000
Eigið fé kr. 0

h) Ársreikningur Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs ohf 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði (neikvæð) kr. -113.339.000
Rekstrarafkoma ársins (neikvæð) kr. -113.038.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 148.118.000
Eigið fé (neikvætt) kr. -5.011.000

i) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2020:

Afkoma fyrir fjármagnsliði kr. 7.163.000
Rekstrarafkoma ársins kr. 7.163.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 20.355.000
Eigið fé kr. 19.293.000

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Forsíðumynd: Halldór B Halldórsson

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is