Í ljósi hraðrar útbreiðslu COVID-19 veirunnar höfum við kynnt fyrir starfsfólki okkar þau viðmið sem sóttvarnalæknir og embætti almannavarna setja til varnar.
Að því sögðu hefur verið ákveðið að fjarlægja sængur,teppi og kodda úr gistirýmum ferjunnar. Þetta er gert með það í huga að minnka smithættu farþega og starfsfólks.
Farþegar eru því beðnir um að koma með sitt eigið teppi og kodda.
Almennar sóttvarnir á borð við handhreinsun með handþvotti og/eða handspritti eru mikilvægasta ráðið við sjúkdómnum. Hvetjum við því farþega að notast við handspritt sem er staðsett bæði í afgreiðsluhúsum og um borð í Herjólfi.
Þetta mun taka í gildi frá og með laugardag, 7. mars 2020.
Með von um að farþegar sýni þessu skilning
Starfsfólk Herjólfs
Ljósmynd: Geiri Austfjörð