17.11.2020
Nýjar sóttvarnarreglur sem kynntar voru fyrir helgi og gilda til 2. desember gefa heimild til að allt að 25. nemendur á framhaldsskólastigi megi vera í sama rými, en þeir mega ekki fara á milli kennslustofa.
Í áfangaskóla eins og FÍV fara nemendur á milli stofa eftir hverja kennslustund.
Það verður því fjarkennsla í flestum áföngum út önnina í bóknáminu.
Einstaka hópar nemenda hafa fengið að koma inn í skólann undanfarnar vikur og þannig verður það áfram. Fyrirkomulag hlutaprófa og lokaprófa er ólíkt eftir áföngum, bæði eru rafræn próf og staðbundin próf.
Kennarar gefa nemendum nánari upplýsingar um námsmat og fyrirkomulag kennslunnar til annarloka.
Við viljum þakka nemendum og starfsfólki fyrir ótrúlegt umburðarlyndi á þessum sérstöku tímum.
Segir að endingu í tilkynningu frá FÍV