Fjaraugnlækningar í Vestmannaeyjum – fyrstar sinnar tegundar á Íslandi

Það var mikill gleðidagur í Vestmannaeyjum í dag, 1. október 2021, þegar opnuð var fjaraugnlæknisþjónusta á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Í húsakynnum HSU í Vestmannaeyjum er búið að koma fyrir tækjabúnaði af nýjustu gerð sem samanstendur af sjónsviðsmæli, sneiðmyndatæki, raufarlampa, augnbotnamyndavél og augnþrýstimæli. Þessi nýjung í þjónustu HSU er tilraunaverkefni sem unnið er í samvinnu við Sjónlag í Reykjavík. Starfsmaður HSU hefur verið þjálfaður til að nota tækin sem sendir stafrænar myndir til sérfræðinga Sjónlags í Reykjavík til greiningar. Þjónustan mun nýtast bæjarbúum í greiningum og eftirliti á augnsjúkdómum.

Þetta er gríðarlega spennandi verkefni í fjaraugnlækningum sem er  fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Verkefnið hlaut nýsköpunarstyrk stjórnvalda á síðasta ári, en aðal fjármögnunin kemur frá Lionshreyfingunni. Lionsklúbbur Vestmannaeyja leiddi söfnunina meðal einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja í Vestmannaeyjum sem eru bakhjarlar gjafarinnar, en helmingur fjármögnunarinnar kemur frá alþjóðahjálparsjóði Lionssamtakana (LCIF). Það er alveg ljóst að þetta stórkostlega framtak Lionssamtakanna hefur gert verkefnið að veruleika og færi ég þeim mínar bestu þakkir.

Kveikjan að verkefninu má rekja til þess að erfiðlega hefur gengið að fá augnlækna til Vestamanneyja sem og á aðra staði á landsbyggðinni, auk þess sem sérhæfing á þessu sviði er orðin mun meiri en áður. Í ljósi þess hvað tæknin og sérhæfing í læknisþjónustu hefur fleygt fram á síðustu árum bindum við miklar vonir við fjarlækningar til að efla sérhæfða þjónustu á landsbyggðinni. Ekki dugir lengur að einn augnlæknir ferðist með læknatöskuna sína um landið, slík hefur þróunin verið í augnlækningum á síðustu áratugum. Það liggur því ljóst fyrir að við verðum að tileinka okkur tæknilausnir sem þessa í ríkari mæli.

Ég vona svo sannarlega að bæjarbúar muni nýta sér þessa fjarþjónustu sem nú verður í boði á HSU og mun hún án efa fækka ferðum íbúa Vestmannaeyja til Reykjavíkur bæði vegna greininga og eftirfylgni í augnlæknisþjónustu.

Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa komið að þessu verkefni með einum eða öðrum hætti. Einnig óska ég bæjarbúum, HSU og Sjónlagi til hamingju með þetta spennandi tilraunaverkefni sem ég vona að eigi eftir að þróast áfram og vaxa á landsvísu á komandi misserum,

segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU í pistli sínum inn á hsu.is

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is