17.06.2020
Fjallkonan er að þessu sinni Viktoria Dís Viktorsdóttir.
Þó svo að Viktoría hafi einungis verið hér í Vestmannaeyjum í fimm ár þá á hún nú ættir sínar að rekja hingað til eyja, en langa – langaafi hennar var Guðjón Karlsson og langamma hennar var Sigríður Markúsdóttir frá Brekastíg 14, sem þá var kallað Sólheimatunga. Guðjón Karlsson, langafi Viktoríu, var meðal annars skipsstjóri á Bolla VE.
Lang afi Viktoríu hét Rúnar Guðjónsson en hann flutti ungur upp á land en kom hér á vertíð og var meðal annars háseti á Sjöstjörnunni frá 1959-1961. Rúnar kynntist Hildi Ágústsdóttur frá Hildisey undir Landeyjum sem þá vann á Hótelinu hans Helga Ben.
Þau hjónin gerðust síðan bændur á minnstu jörð í Landeyjunum, Klauf.
Rúnar og Hildur eignuðust 9 börn og er amma Viktoríu hún Þórdís Jóna Rúnarsdóttir þriðja barnið í röðinni
Þórdís eignaðist síðan móður Viktoríu, hana Hrafnhildi Ósk Skúladóttur,en hún var lengi fyrirliði Íslenska landsliðsins í handbolta.