FÍV er frábær skóli og ég hefði hvergi annarstaðar viljað vera

25.05.2020

Daníel Scheving Pálsson flutti útskriftaræðuna fyrir hönd útskriftarnemendur FÍV

Daníel Scheving Pálsson formaður NFFÍV ( nemendafélgas framhaldsskólans í Vestmannaeyjum ) flutti útskriftaræðuna í ár fyrir hönd útskriftarnemendur, hann fékk einmitt viðurkenningu fyrir vel unninn störf í þágu NFFÍV. Hann lofaði okkur á Tígli að birta ræðuna sína:

Skólameistari, kennarar, nemendur og gestir

Þetta er sannarlega gleðidagur hjá mér og minni fjölskyldu. Það var líka gleðidagur hjá mér þegar ég útskrifaðist úr grunnskólanum, en örlítið minni
gleði hjá fjölskyldunni. Það hafði nefnilega ekki gengið frábærlega enda áhuginn ekki til staðar og talið að heilbrigðiskerfið þyrfti að koma að málinu.

Ég fann mig hins vegar mjög vel strax í FÍV

Miklu opnari skóli, andrúmsloftið léttara og skemmtilegra. Margt nýstárlegt, til dæmis kom íslenskukennslan skemmtilega á óvart á fyrstu önninni, þar horfðum við bara á sjónvarp og hlustuðum á brandara alla önnina, svo var námsefnið allt tekið í síðasta tímanum. Það var ágætt, en við sáum kennarann reyndar aldrei aftur.

Ég á margar góðar minningar úr náminu

Það var sérstaklega gaman að vinna sigur í olíuverkefninu og komast til London í góðum félagsskap. Þar átti að heimsækja háskólann í Cambridge og fara svo á fótboltaleik, West Ham – Man. City. Sú ferð byrjaði reyndar ekki frábærlega hjá mér, ég hafði ekki hugmynd um að maður þyrfti nauðsynlega að hafa eitthvað sem kallað er vegabréf í svona ferðir. Vegabréfið var eftir í Eyjum og ég á Íslandi, þegar strákarnir flugu út með Einari Friðþjófssyni farastjóra. Nú voru góð ráð dýr, í orðsins fyllstu merkingu. Passinn var sendur frá Eyjum og ég flaug einn til Luton nokkrum klukkutímum eftir að strákarnir fóru í loftið. Á flugvellinum í Luton beið eftir mér, Arabi, sem hélt á spjaldi með nafninu mínu, einkabílstjóri sem átti að keyra mig til Cambridge háskóla. Hann varð undrandi þegar hann sá mig, Fannst ég ekki lúkka eins og prófessor. Það var stutt í fótboltaleikinn þegar ég lenti , Einar senti strákana á undan á völlinn en beið eftir mér, Við misstum af fyrstu mínútunum og Einar af leiknum, því hann gleymdi gleraugunum á hótelinu í öllu umstanginu. Þessi ferð var frábær og vill ég þakka Einari þolinmæðina. Kannski bíð ég einhvern daginn Einari og gleraugunum hans á fótboltaleik.

Lærði mikið á því að starfa fyrir nemendafélagið með náminu

Ég hef líka lært annað á námsárunum, það eru til mörk, línur sem ekki á að fara yfir. Ég veit í dag að bjórauglýsingar eru ekki æskilegar í skólum og í árshátíðarblöð má ekki skrifa hvað sem er. Við fengum nokkrum sinnum frían hárblástur vegna svona mistaka. Það hefur þroskað mig að taka þátt í starfi og stjórn nemendafélagsins. Fjölbreytt starf með frábærum krökkum. Alltaf skemmtilegt.

Að lokum vil ég þakka fyrir mig. Mér fannst skólinn taka mjög vel á covid tímabilinum, það var erfiður tími. Ég er að ljúka námi frá góðum skóla sem hefur breytt mér og viðhorfi mínu gagnvart námi.

FÍV er frábær skóli og ég hefði hvergi annarstaðar viljað vera.

Skólameistari, kennarar og nemendur.

Takk fyrir mig.

Daníel Scheving Pálsson

Forsíðumynd: Addi í London

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is