Fiskur í panko raspi í boði Elísu Viðarsdóttur

Uppskrift vikunnar er í boði Elísu Viðarsdóttur Eyjamær og næringarfræðingi. En Elísa er að gefa út sína fyrstu bók sem áætlað er að komi í verslanir í byrjun eða um miðjan desember. Við fengum að hana til að gefa okkur góða uppskrift.

Uppskrift fyrir 1 

(Hægt að stækka uppskrift að vild 

með því að margfalda hráefni)

Hráefni:

200 g þorskur eða ýsa

1/2 bolli panko rasp

2 msk smjör

1 msk laukur

1/2 sítróna

1/2 bolli rifinn ostur

salt og pipar

Aðferð:

1. Setjið olíu eða smjör í botn á eldföstu móti

2. Raðið fisknum ofan á og kreistið sítrónu yfir

3. Kryddið fiskinn með salt og pipar

4. Bræðið smjör í potti og blandið panko raspinu við brædda smjörið

5. Hellið panko/smjör blöndunni yfir fiskinn

6. Skerið niður lauk og stráið yfir panko/smjör blönduna

7. Sáldrið rifna ostinum yfir allt

8. Eldið í ofni við 180°C í 15 mínútur

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is