14.09.2020
Fiskréttur
hráefni:
2-3 stór ýsu- eða þorskflök
1/2 rauðlaukur
3 stórar gulrætur
1 græn paprika
1 epli
1 dl kókosmjólk
1 dós(180g) hrein jógúrt
1/2 – 1 dl sýrður rjómi
2-3 tsk karrý
1/2 fiskikrafts-teningur
1 dl mango chutney
3/4 msk sítrónupipar
1 msk ítalskt sjávarréttakrydd
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
Fiskurinn er skorinn í hæfilega stóra bita og kryddaður létt með karrý áður en honum er raðað í botninn á eldföstu móti. Grænmetið er skorið niður og látið mýkjast í 3-4 mínútur í potti ásamt smá olíu. Kókosmjólk, jógúrt og sýrðum rjóma er bætt við en það er allt í góðu að nota meira af einhverjum vökvanum og sleppa öðrum. Kryddunum, mango-chutney og skornu epli er síðan bætt við og sósan er látin malla í um 5 mínútur. Henni er síðan hellt yfir fiskinn og þetta er bakað á 200°C í 20-25 mínútur.
Ofnbakað grænmeti
Það er hægt að útbúa nettan skammt í litlu fati en það er líka hægt að fylla heila ofnskúffu af rótargrænmeti og baka.
hráefni:
Sætar kartöflur
kartöflur
laukur
gulrætur
steinseljurót
rófur
timjan
engifer
hvítlaukur
olía
Aðferð:
Veljið grænmeti eftir ykkar smekk en passið ykkur þó á því að hafa sætu kartöflurnar í aðalhlutverki. Skerið í grófa bita og setjið í ofnfast fat.
Rífið niður vænan bita af engifer og pressið vænan skammt af hvítlauk og blandið saman við. Bætið nokkrum timjanstönglum saman við.
Saltið með Maldon-salti og kryddið með nýmuldum pipar. Hellið hressilega af ólívuolíu yfir.
Eldið við 180 gráður í um klukkustund eða lengur. Hrærið nokkrum sinnum í grænmetinu á meðan.