Þriðjudagur 25. júní 2024

Fiskiréttur, hvítlauksbollur & salat

FISKIRÉTTUR

Hráefni:
2-3 ýsuflök
1 poki hrísgrjón
3 gulrætur
1 paprika
1/2 blómkál
box af sveppum
1rauðlaukur
rifinn ostur

sósa:
1 beikonsmurostur
1 hvítlaukssmurostur
1 peli rjómi

Aðferð:
Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau í eldfast mót. Skerið fiskinn í bita og raðið ofáná. Gulrótum, paprika og blómkál skorið fínt og stráð yfir fiskinn. Steikið næst sveppina og laukinn og setjið ofan á. Bræðið sósuna saman í potti og hellið yfir. Að lokum er rifna ostinum dreift yfir. Setjið inn í ofn á 180° í c.a 30 mín.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauðbollum og fersku salati með fetaosti.
Hvítlauksbrauðbollur

Hráefni:
420 g hveiti
1 bréf þurrger
3 dl mjólk
1 dl kotasæla
1 dl ólífuolía
100 g rifinn ostur
2 tsk hvítlaukssalt
2 tsk aromat

Aðferð:
Þurrefnum blandað saman í skál. Hita mjólk (37°) og blanda olíu saman við, hellt út í þurrefnin og kotasælu og osti einnig. Hefast í 30 mín. undir klút. Búa til bollur á bökunarplötu og pensla með eggi. Bakast við 220°c í 10-12 mín.

Ferskt salat
Hráefni:
1 Agúrka
2 Paprikur
1 Rauðlaukur
2 Poka blandað salat
1 Doritos ostasnakk
1 Fetaostur í kryddlegi

Aðferð:
Skerið agúrkuna, paprikurnar og rauðlaukinn í litla teninga.

Setjið blandaða salatið saman við og blandið varlega saman.

Myljið doritosið niður og bætið því út í ásamt fetaostinum og kryddleginum.

* Passið samt að setja snakkið og fetaostinn ekki of snemma í því þá verður það svo slepjulegt!

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search