Fínasta fiskirí

Það hefur verið fínasta fiskirí hjá Eyjunum að undanförnu. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum sunnudaginn 7.mars og Bergey landaði á ný fullfermi á þriðjudag 9.mars og Vestmannaey á miðvikudag 10.mars.

Bergey kom síðan til hafnar með 45 tonn þann 11,mars. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, segir að það sé að koma vertíðarbragur á veiðarnar. „Við höfum verið að afla vel og aflinn hefur verið blandaður. Við höfum mest verið á Víkinni og Pétursey, Selvogsbankanum og sunnan við Surt. Það hefur að mestu verið gott veður þannig að þetta hefur bara gengið nokkuð vel,“ segir Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, tekur undir með Jóni og segir að vel hafi gengið að fiska. „Tveir síðustu túrar hjá okkur hafa gengið vel. Við höfum fyllt skipið á um tveimur sólarhringum. Annars finnst mér vertíðarfiskurinn vera heldur seint á ferðinni til dæmis inn á Selvogsbankann. Það er ekki enn komið það magn inn á svæðið sem gera má ráð fyrir þó fiskist ágætlega. Við höfum verið að eltast við allar tegundir að undanförnu og höfum helst verið að veiða á Pétursey og Vík, í Háfadýpinu og á Planinu við Einidrang. Mér finnst þetta líta ágætlega út,“ segir Birgir Þór.

Greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is