19.08.2020
Fimm umsækjendur eru um stöðu forstöðumanns Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöðvar, sem auglýst var laus til umsóknar fyrr í mánuðinum. Umsóknarfrestur rann út fyrir helgi.
Umsækjendur um stöðuna eru:
- Eva Rut Gunnlaugsdóttir BA í þroskaþjálfafræðum
- Ingveldur Theodórsdóttir B.ed. í leikskólafræðum
- Lísa Margrét Þorvaldsdóttir BA í félagsráðgjöf
- Lovísa Jóhannsdóttir BA í þroskaþjálfafræðum
- Þóranna Halldórsdóttir B.ed. í grunnskólafræðum/BA í táknmálsfræði
Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ er ráðningarferlið unnið í samstarfi við Hagvang.
Forsíðumyndina á Halldór B Halldórsson