17.03.2020
Við tökum fagnandi á móti þessum góðu fréttum, fólk er byrjað að ná sér af COVID-19 smitunum
Fimm Íslendingar, sem voru með þeim fyrstu sem greindust með kórónuveiruna hér á landi, eru útskrifaðir úr einangrun og hafa náð fullum bata af COVID-19, sjúkdómnum sem veiran veldur.
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, RÚV greindi frá fyrst frá því.
Sóttvarnalæknir og smitsjúkdómadeild spítalans hafa upp á síðkastið útfært skilgreiningar á því hvenær óhætt sé talið að útskrifa þá sem greinst hafa með veiruna. Hafa ber í huga að þeir sem teljast læknaðir þurfa áfram að huga vel að hreinlæti.
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi fyrir rúmum tveimur vikum, eða 28. febrúar. Mest hafa 24 smit verið staðfest á einum degi og er fjöldi staðfestra smita nú 224.
greint er frá þessu á mbl.is