Mánudagur 25. september 2023

Fimm Eyjapeyjar taka þátt í tilraunaveiðum

02.11.2020 kl. 12:10

Brim að hefja tilraunaveiðar – Koma með lifandi fisk í vinnslu í land

TÍGULL heyrði í Óskari Birgi sem er kokkur um borð í IIVIDI sem kom við í Vestmannaeyjum í morgun. Þeir lögðu af stað til Danmerkur frá Íslandi mánudaginn 26.október, og svo frá Danmörku þann 30. október til Íslands. En þeir voru rétt í þessu að koma við hér í Vestmannaeyjum. Tóku einn snúning í höfninni og héldu leið sinni áfram til Reykjavíkur en þangað er ferðinni heitið til að græja veiðifærin fyrir komandi veiðar.

Guðmundur Kristjánsson hjá Brimi ætlar að hefja tilraunaveiðar sem ekki hafa verið reyndar áður. Þeir munu draga
flottroll og  sjúga Þorskinn upp þannig að hann haldist lifandi um borð og verður þannig eins ferskur og mögulegt er þegar hann fer í vinnslu. Þeir
geta mest veitt um 200 tonn í túr ef mikið veiðis að sögn Óskars. Þeir eru einnig viðbúnir því að ef hluti af fiskinum drepst verður hann
fluttur yfir í annað skip sem verður þeim innan handar.

Um borð eru fimm Eyjamenn: Guðmundur Ingi Guðmundsson er skipstjóri, Magnús Sigurðsson og Guðni Grímsson eru vélstjórar, Sigurbjörn Árnason er stýrimaður og Óskar Birgir Sigurþórsson kokkur. Svo bætist við annar stýrimaður og fjórir Grænlendingar í hópinn.

Þeir munu veiða mest við Austur Grænland og landa í Reykjavík að mestu, taldi Óskar.

Eyjapeyjarnir um borð, Guðmundur Ingi Guðmundsson,Magnús Sigurðsson, Guðni Grímsson, Sigurbjörn Árnason, Óskar Birgir Sigurþórsson.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is