Miðvikudagur 24. júlí 2024

Fermingarfötin voru tjúllpils, bleikur krumpubolur og jakki með herðapúðum

Berglind Sigmarsdóttir

Fermdist 1989

 


Hvað er þér eftirminnilegast á fermingardaginn?
 

Allt umstangið í kringum bara það að ég var að fermast, þakklæti fyrir það en líka að risa ruslapoki rúllaði óvart niður stigann heima í veislunni. 

Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin? Veislan var haldin heima, ég óskaði eftir því. Mér fannst það eitthvað meira næs. Það voru allskonar kræsingar á borðstofuborðinu sem mamma og pabbi stóðu sveitt yfir að henda fram. Hvort að eitthvað hafi ekki verið pantað frá Gestgjafanum eða Skútanum og konurnar i fjölskyldunni bökuðu tertur, minnir mig. 

Hvernig voru fermingarfötin þín? 

Alveg hræðileg, við erum að tala um 80s. Eitthvað hrikalegt tjúllpils, bleikur bolur og jakki með herðapúðum sem var bara farið í einu sinni. Aðal málið var að ég fékk að fara á hárgreiðslustofu einhverjum dögum fyrr til elsku nágrannakonu minnar Guðbjargar og ég fékk permanett og vildi helst ekki leggja höfuðið á koddann næturna fyrir fermingu, svaf nánast upprétt svo það myndi ekki skemmast. Held að fermingardressið hafi verið dáldið Madonnu og Cyndi Lauper inspired. Þær voru í þessu tjull dæmi og jökkum með herðarpúðum.

Hvað var eftirminnilegasta fermingargjöfin? 

Ég vil helst ekki segja það því það gefur vandræðalega mikið upp hvað ég er gömul, en jú það var ritvél. Undanfari tölvunnar ef svo má segja. Ég ætlaði að fara að skrifa bækur. Sem jú rættist nú að einhverju leiti. 

Uppáhalds tónlist frá þessum tíma? 

Michael Jackson, Wham og Duran Duran. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search