Fermingarbörnin – spurt og svarað

Sæþór Ingi Sæmundarson
5.júní

Fjölskylda: Mamma er María Sif Ingimarsdóttir, pabbi Sæmundur Einarsson. Systir mín heitir Dísella Sif,
og kötturinn Aþena.
Af hverju ertu að fermast? Til að staðfesta skírnina og útaf pökkunum.
Er eitthvað stress fyrir deginum? Nei
Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Já mamma er alltaf að spyrja mig hvað ég vil hafa. Þemað verður svart og gull.
Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Smárétti og ístertu.
Er von á mörgum gestum?
Já, um 130 manns.
Er fermingarfötin klár? Nei.
Áhugamál: Skák og tölvuleikir. Ég æfi 2x í viku hjá erlendum þjálfara í gegnum netið og 3x viku með skákfélagi Vestmannaeyja.
Byrjaði að æfa skák 11 ára.

 

Tinna Mjöll frostadóttir
30.apríl

Fjölskylda:
Foreldrar mínir eru Ingibjörg Grétarsdóttir og Frosti Gíslason, systur mínar heita María Fönn, Bjartey Dögg og Sandra Dröfn.
Af hverju ertu að fermast?
Fyrir pakkana.
Er eitthvað stress fyrir deginum?
Já, helst fyrir að lesa upp.

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum?
Já, en er enn að skoða.
Hvernig veitingar ætlið þið að hafa?
Verður með mat, kökur, ávexti og nammibar.
Er von á mörgum gestum?
ca. 70 – 100 manns.
Eru fermingarfötin klár?
Já ég er búin að finna kjólinn og skó en á bara eftir að máta.
Áhugamál: Fimleikar 3x í viku tæpa 2 klst. í senn.

 

 

 

Anton Sigurðsson
23.apríl

Fjölskylda:
Foreldrar; Sigurður Gíslason og Berglind Sigmarsdóttir, systkini; Sigmar Snær, Clara og Matthías. Hundurinn Ísold.
Af hverju ertu að fermast?
Af því ég trúi á Guð.
Er eitthvað stress fyrir deginum?
Nei.
Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum?
Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá nei, mamma sér um þetta.
Hvernig veitingar ætlið þið að hafa?
Það verður eitthvað GOTT roast beef og meðlæti, kjúklinga taco og allskonar sem pabbi græjar og svo er mamma með kökurnar. Hún segir að það verði líka að vera kransakaka í svona veislu.
Er von á mörgum gestum?
Já já, en eitthvað af fólki verður í útlöndum.
Eru fermingarfötin klár?
Já þau eru tilbúin, held ég.
Áhugamál: Handbolti, fótbolti og tölvuleikir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search