Þriðjudagur 27. september 2022

Fermingarbörn – spurt & svarað

ALEXANDER ÖRN FRIÐRIKSSON

Fjölskylda: Mamma mín heitir Þórey Svava og stjúppabbi minn heitir Ari. Pabbi minn heitir Friðrik og stjúpmamma mín heitir Jóhanna. Svo á ég einn bróður sem heitir Felix Örn og sjö stjúpsystkini.. 

Af hverju ertu að fermast? Til að staðfesta trú mína.

Er eitthvað stress fyrir deginum? Nei, alls ekki. Bara mjög spenntur.

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Nei, eiginlega ekki..ég læt bara mömmu og pabba um þetta.. 

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Súpu, ístertu og margt fleira.

Er von á mörgum gestum? Já, þó nokkrum. 

Eru fermingarfötin klár? Já, eiginlega…vantar bara buxurnar.

 

BIRNA DÍS SIGURÐARDÓTTIR

Fjölskylda: Mamma Sigríður Lára , pabbi Sigurður Smári og svo á ég tvo eldri bræður þeir heita Andrés Marel og Frans.

Af hverju ertu að fermast? Til að staðfesta skírn mína.

Er eitthvað stress fyrir deginum? Nei ekki mikið.

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Já ég reyni eins og ég get.

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Kjöt og meðlæti í aðalrétt og svo kökur í eftirrétt.

Er von á mörgum gestum? Ég veit það ekki alveg.

Eru fermingarfötin klár? Neibb.

 

LEÓ SNÆR FINNSSON

Fjölskylda: Mamma mín heitir María Erna Jóhannesdóttir og pabbi minn Finnur Freyr Harðarson, yngri bróðir minn Breki Freyr Finnsson.

Af hverju ertu að fermast?  Staðfesta skírn og út af pökkunum.

Er eitthvað stress fyrir fermingar-

deginum?  Mamma og pabbi sjá bara um það.

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Já ég valdi t.d matinn og þemalitinn.

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Gúllassúpu og brauð, brauðrétti, brauðtertu, ísterta og konfekt svo eitthvað sé nefnt. 

Er von á mörgum gestum? 50 manns +  börn eða þetta fer allt eftir hvernig fjöldatakmarkanirnar verða.

Eru fermingarfötin klár?  Nei ekki alveg. Búið að kaupa skó og buxur allavega.

 

SARA MARGRÉT ÖRLYGSDÓTTIR

Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Guðbjörg Helgadóttir og Örlygur Þór Jónasson. Ég á tvo bræður, þeir heita Örvar  Þór og Sigmar Gauti, eina systur sem heitir Þórhildur og kött sem heitir Felix. 

Af hverju ertu að fermast?  Til að koma fjölskyldunni saman, staðfesta skírnina og það má ekki ljúga…er alveg spennt að fá pakka.

Er eitthvað stress fyrir deginum? Já, bara að þurfa að halda ræðu í veislunni.

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Nei, valdi litaþema mamma gerir rest.

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Ég ræð því ekki, er allt of matvönd vonandi pizzasnúða.

Er von á mörgum gestum? Ef Covid leyfir.

Eru fermingarfötin klár?  Er að vinna í því.

 

BIRNA MARÍA UNNARSDÓTTIR

Fjölskylda: Pabbi minn heitir Unnar og mamma Helga og ég á tvær litlar systur, þær heita Arna og Erla.

Af hverju ertu að fermast? Til að staðfesta skírn mína.

Er eitthvað stress fyrir deginum? Nei ekki mikið.

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Nei.

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Er ekki viss.

Er von á mörgum gestum? Bara hef ekki hugmynd.

Eru fermingarfötin klár?  Já.

 

TÓMAS RUNI GUNNARSSON

Fjöldskylda: Tómas Runi Gunnarsson 

Fjölskylda: Foreldrar María Pétursdóttir og Gunnar Bergur Runólfsson. Systkyni Henný Dröfn, Eva Dögg, Sara Dís og Pétur Dan. 

Afhverju ertu að fermast? Er að staðfesta skírnarheitið og allir eru að fermast. 

Er eitthvað stress fyrir deginum? Nei 

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Nei, ég treysti alfarið á mömmu.

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa?  Ekki alveg ákveðið en það verður eitthvað gott

Er von á mörgum gestum?  Ekki mörghundruð sko, ca 60-70 

Eru fermingarfötin klár? Já allt klárt ætla ekki að vera í jakkafötum bara svona flottum sparifötum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is