Fermingarbörn – spurt og svarað

 

Magnea Evey Ómarsdóttir
7. maí

Fjölskylda: Mamma mín er Jessý Friðbjarnardóttir og pabbi minn Ómar Páll Erlendsson.

Af hverju ertu að fermast?
Því mér finnst svo áhugavert að læra um trúna og líka smá útaf pökkunum.

Er eitthvað stress fyrir deginum?
Nei, en þetta er mikilvægur dagur að það er smá stressandi að gleyma ekki versinu.
Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Já, það verður bleikt, hvítt og gyllt þema.
Hvernig veitingar ætlið þið að hafa?
Smárétti og kökur.
Er von á mörgum gestum?
ca. 80 manns
Er fermingarfötin klár?
Já, ég verð í hvítum kjól og hvítum strigaskóm.
Áhugamál:
Söngur, tónlist, vinir og fjölskylda.

 

Stefán Geir Gíslason
30. apríl

Fjölskylda: Gísli Stefánsson, Guðrún Bergrós Tryggvadóttir, Arna Rún, Bríet Björk.
Af hverju ertu að fermast? Bara fyrir trúna og gjafir.
Er eitthvað stress fyrir deginum? Nei ekkert stress.
Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Já, ég myndi segja það.
Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Það verður a.m.k. súpa sem ég man ekki alveg hvað heitir.
Er von á mörgum gestum?
Það koma alveg einhverjir, er ekki alveg með töluna á hreinu.
Er fermingarfötin klár? Já þau eru klár.
Áhugamál: Bílar, mótorhjól og ljósmyndir. Fann gamla myndavél hjá frænku minni 2019 og prufaði að taka myndir á hana og fannst það mjög gaman. Hef verið að mynda mikið síðan. Rétt fyrir jólin eignaðist ég svo dróna og hef verið að taka mikið á hann. Er reyndar á öðrum drónanum, sá fyrsti endaði í sjónum.
Hægt er að skoða glæsilegar ljósmyndir og myndbönd frá Stefáni á Instagram síðunni hans: Steppi.photo.

 

Sigrún Gígja Sigurðardóttir
30.apríl

Fjölskylda:
Mamma mín heitir Aníta Ársælsdóttir og pabbi Sigurður Oddur Friðriksson. Systkini mín eru Bernódía Sif, Friðrika Rut og Ársæll Ingi.
Af hverju ertu að fermast?
ég hef trúað á Jesú og Guð og mig langar líka að prófa að upplifa þetta.
Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum?
Já, þemaliturinn í veislunni verður dökkblár og silfur.
Hvernig veitingar ætlið þið að hafa?
Súpu, heita rétti og kökur.
Er von á mörgum gestum?
Á milli 50 – 100.
Eru fermingarfötin klár?
Já fötin eru klár. Búin að kaupa kjól og skó.
Áhugamál: Baka, teikna, handbolti, söngur, píanó og skátar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search