Fermingar – Spurt & svarað

 

Gretar Ingi Helgason

 

Fermist 9. apríl 

Fjölskylda: Mamma mín heitir Sirrý Árdís Klöru og Villýsdóttir og pabbi minn er Helgi Jóhann Brynjarsson og fósturmamma Unnur Sigurjónsdóttir. Hundurinn minn heitir Abba og svo er ég með fósturhund sem heitir Chloe.

Hver er ástæðan fyrir valinu á borgaralegri fermingu? Því ég trúi á fleiri en einn guð. 

Er eitthvað stress fyrir deginum? Svona fifty fifty. Smá kvíðinn. 

Afhverju notar þú svört gleraugu? Ég höndla illa birtuskil, að fara úr dimmu í birtu. Gleraugun koma í veg fyrir mígrenisköst. Ég er með einhverfu og þetta er partur af því. Mér finnst óþæginlegt að fólk sem ég þekki ekki sjái augun mín. 

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Já ég fékk að ráða, skrautið er gyllt og svart.

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Kjúklingasúpa, mini borgarar og mini pítsur, skóbót og mínar uppáhalds brauðtertur. 

Er von á mörgum gestum? ca. 80 manns.

Er fermingarfötin klár? Já, ég valdi þau, buxur, bolur og skyrta.

Áhugamál:  Forritun, hakka, og pin trade-a kerfi, er að búa til heimasíður eða forrita síðu, ég æfi rafíþróttir, 2x í viku og 2x í viku Boccia,  ég er einmitt að fara að keppa í lok apríl á Akureyri í landsmótinu. 

 

 

Aron Daði Pétursson

 

Fermist 30. apríl 

Fjölskylda: Mamma mín heitir Inga Kristín og pabbi minn heitir Pétur Albert. Systkini mín heita Bjarki Freyr, Ásdís Linda, Sigríður Arna, Arnar Elí, Brynja Rut, Jovina, Hrafnhildur. 

Afhverju ætlar þú að fermast? Ég er að fermast fyrir gjafirnar.

Er eitthvað stress fyrir deginum? Það er ekkert stress fyrir deginum.

Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Ég tek engan þátt í undirbúningnum.

Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? GOTT sér um veitingarnar.

Er von á mörgum gestum? ca. 70 – 80 manns.

Er fermingarfötin klár? Já fermingafötin mín eru tilbúin það eru bara jakkaföt.

Áhugamál:  Áhugamálið mitt er handbolti. 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search