Miðvikudagur 24. júlí 2024

Ferðumst innanhúss Stjörnufans og Þríeykið syngja nýjan texta við lagið sem Íslendingar þekkja sem Góða ferð

Í kjölfar umræðuþáttar um COVID-19 fyrir ungt fólk var frumflutt nýtt lag og myndband þar sem einvala lið tónlistarfólks sameinaði krafta sína og flutti lagið Ferðumst innanhúss.

Síðustu vikur hafa Íslendingar sameinast í baráttunni gegn COVID-19 og enn er að minnsta kosti mánuður eftir af þeim slag. Nú er þegar farið að hægjast á útbreiðslunni en þar sem páskar eru fram undan er gríðarlega mikilvægt að landsmenn sofni ekki á verðinum og haldi áfram að virða fyrirmæli almannavarna. 

Til þess að undirstrika þau skilaboð hefur landslið tónlistarfólks nú tekið sig saman, ásamt þríeykinu vinsæla, Ölmu, Víði og Þórólfi, og sent frá sér myndand við lagið „Ferðumst innanhúss“. Lagið er betur þekkt sem „Góða ferð“ en er nú flutt með nýjum texta eftir Leif Geir Hafsteinsson. Allir sem komu að laginu gáfu vinnu sína. 

Leifur Geir samdi textann í lok mars og eftir að myndband birtist af honum að flytja lagið ásamt Kristjáni Steini, syni sínum, fór boltinn að rúlla. Hann fékk þá hugmynd að safna saman einvala liði tónlistarfólks og eftir að hafa rætt við Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróður, í síma var ekki aftur snúið og hafa þeir nú unnið dag og nótt við að púsla öllu saman svo hægt væri að gefa lagið út í dag.  

Vegna samkomubanns gat tónlistarfólkið að sjálfsögðu ekki verið saman að taka upp lagið heldur var hver í sínu horni með eingöngu snjallsíma að vopni. 

Ferðumst innanhúss

Þú veist það eru viðsjárverðir tímar
með landamæri lokuð víðast hvar
en sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far
í ferðalag og freistum gæfunnar                                 

Góða ferð, góða ferð, góða ferð
þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð
já tínum til vort trúss og ferðumst innanhúss
góða ferð, verum sæl með góða ferð                                            

Í tveggja metra fjarlægð kæri vinur
og ekki fleiri‘en nítján á sama stað
í takmörkunum lífsins þá líst mér best á það
að bregða mér í ilmolíubað                                                               

Góða ferð, góða ferð, góða ferð
þetta‘er heima-spa af allra bestu gerð
ohh við elskum svona stúss, að dúllast innanhúss
góða ferð, verum sæl með góða ferð                                            

Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan
og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt
þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt
góða bílskúrsútilegu, yfir nátt                                                           

Góða ferð, góða ferð, góða ferð
þetta‘er útilega af allra bestu gerð
já tínum til vort trúss og kúrum innanhúss
góða ferð, verum sæl með góða ferð                                            

Nú þurfa allir þétt að standa saman
og koma COVID-stríðinu á skrið
ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið
við hlýðum Víði og ferðumst heima við!                  

Góða ferð, góða ferð, góða ferð
þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð
já, fáum úr því rúss, að ferðast innanhúss
góða ferð, verum sæl með góða innanhússferð
góða ferð, verum sæl með góða ferð

Frétt tekin frá ruv.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search