Ferðaþjónustan skiptir máli – Ferðamálasamtök Vestmannaeyja boðaði bæjarstjórn og stjórn Herjólfs á fund

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja boðaði bæjarstjórn Vestmannaeyja, stjórn Herjólfs ohf.
ásamt fjölmiðlum til fundar og var sá fundur haldinn í dag sunnudaginn 27.október kl 14:00 í Sagnheimum. Kynnt var greining stjórnar á ferðaiðnaðinum, staða og framtíðarsýn.

Berglind Sigmars byrjaði fundinn á þessum orðum: “Við vitum það öll, að ferðaþjónustan í Eyjum hefur átt erfitt. Þetta er ekki bara einhver tilfinning. Það er hægt að telja upp fjölmörg fyrirtæki sem eru á öðrum og þriðja rekstraraðila eða hafa hreinlega endað í gjaldþroti.
Miðbærinn ber þess greinileg merki að veitingastöðum og verslunum hafi verið lokað. Það
er sorgleg sjón! Við erum orðin svo samdauna þessari stöðu að við erum hætt að taka eftir því. En gestirnir gera það!
Páll Scheving yfir skýrslu fyrir hönd Ferðamálasamtakanna sem þau tóku saman. Magnús Bragason fór svo yfir það sem samtökin vilja sjá í samstarfi við Vestmannaeyjabæ og Herjólf ohf.
Í skýrslunni var farið yfir greiningu á fjórum þáttum ferðaþjónustunnar; gistingu, söfnum, afþreyingu og veitingum. Það sem var skoðað var fjárfesting, stöðugildi yfir sumar- og vetrartíma.

Tölurnar eru sláandi en töluverðar fjárfestingar hafa verið settar í iðnaðinn á síðustu árum.

Gisting:
Alls reka 32 aðilar gistingu í Vestmannaeyjum.
Flóran er mikil í þessum geira, allt frá tjaldgistingu að
4 stjörnu hóteli. Töluverður hluti af þessum rekstri er RNB sem er leiga á íbúðum og herbergjum utan hins hefðbundna rekstur hótela og gistiheimila. Þessi hluti reksturs á gistingu í Vestmannaeyjum skýrir að hluta til þenslu á byggingarmarkaði í samfélaginu.
Fjárfesting: 2.270 milljónir. Stöðugildi yfir sumar 71 og stöðugildi yfir vetur 39.

Afþreying:
Afþreying er nauðsynlegur þáttur í ferðaþjónustu.
Hér eru rekin 9 fyrirtæki sem sinna afþreyingu fyrir ferðamenn. Hægt er að leigja reiðhjól, fjórhjól, hesta.
Fara í skipulagðar gönguferðir, skoðunarferðir á rútum, lúxusbílum, hraðbátum og kæjökum.
Fjárfesting: 444 milljónir. Stöðugildi yfir sumar 25 og stöðugildi yfir vetur 2,5

Söfn:
Þrjú athyglisverð söfn eru rekin í Vestmannaeyjum,
Sagnheimar, Eldheimar og Sea Life.
Öll hafa þau sérstöðu og draga að sér ferðamenn.
Fjárfesting: 2.230 milljónir. Stöðugildi yfir sumar 16,5 og stöðugildi yfir vetur 12.

Veitingarekstur:
Mjög fjölbreytt flóra veitingastaða er í Vestmannaeyjum. Veitingarekstur er sá þáttur í þjónustunni við ferðamenn sem kallar á flesta starfsmenn, en hefur átt hvað erfiðast. Mörg fyrirtæki hafa hætt rekstri. Þó eru í þessari samantekt 13 fyrirtæki sem sinna veitingaþjónustu.
Fjárfesting: 1.190 milljónir. Stöðugildi yfir sumar 168 og stöðugildi yfir vetur 58.

Niðurstaða:
Greining á þessum fjórum þáttum ferðaþjónustunnar gefur eftirfarandi niðurstöðu.
Fjárfesting: 6.145 milljónir. Stöðugildi yfir sumar 280,5 og stöðugildi yfir vetur 111,5.

Það er rétt að taka það fram að aðrir þættir, eins og verslun, samgöngurekstur og fleiri þættir þurfa að fjölga stöðugildum á sumartíma. Til dæmis hækkar launakostnaður hafnarinnar um allt að 30% á sumartíma sem hægt er að skrifa að hluta á ferðaþjónustu, rúmlega 13.000 farþegar heimsóttu Vestmannaeyjar á 66 skemmtiferðaskipum síðasta sumar. Þannig að stöðugildi eru mun fleiri og afleidd störf í þjónstu við greinina örugglega mörg, enda kallar þessi fjárfesting eðlilega á viðhald og eftirlit.

Staða Ferðaþjónustunnar:
Staða fyrirtækja í ferðaþjónustunni er almennt erfið. Þessi greining segir okkur að fjárfestingin er umtalsverð, en erfitt að standa undir henni. Hvers vegna? Vestmannaeyjar hafa staðið svolítið fyrir utan þann mikla straum ferðamanna sem farið hafa um landið á undanförnum árum. Í raun hefur vertíð fyrirtækja í ferðaþjónustu ekki staðið nema í þrjá mánuði á ári. Sem er því miður ekki nóg. Veturinn er langur og kaldur. Niðurstaðan er að við eigum mörg efnileg en veikburða fyrirtæki.

Eigum við að sækja fram?
Skiptir ferðaþjónustan samfélagið máli? Hvernig sækjum við fram? Mikilvægasta skrefið fram á við væri að skilgreina ferðaþjónustuna sem iðnað, átta sig á því að þessi iðnaður skapar talsvert af störfum þegar hann er virkur. Horfa til framtíðar og fjárfesta í þessum iðnaði! Vinna stefnumótun, setja alvöru fjármagn í innviði og markaðssetningu. Markmiðið að auka gæði innviða og skapa ný störf með því lengja tímabil ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Hér eru tækifæri!
Setjum okkur markmið og vinnum saman. Þannig eflum við atvinnulíf og treystum stoðir samfélagsins.

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja,
2019.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is