05.06.2020
Í dag færðu fulltrúar Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja bæjaryfirvöldum glæsilega tertu,
skreytta með nýju merki ferðaþjónustu í Eyjum og einkennisorðunum; „Vestmannaeyjar, alltaf góð hugmynd“. Með því vildu Ferðamálasamtökin þakka bæjarstjórn og bæjarstarfsfólki fyrir stuðning við markaðsátak í ferðamálum Vestmannaeyja, sem þegar hefur verið birt að hluta, en verður birt í heild sinni á allra næstu dögum.
Fyrir hönd bæjarstjórnar kom Íris Róbertsdóttir fram þökkum til Ferðamálasamtakanna og sagðist hlakka til að sjá útkomu markaðsátaksins í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á næstunni.
Greint er frá þessu á vef vestmannaeyjabæjar.